Leita í fréttum mbl.is

Den "nye" Gamle By

Eftir nokkrar annasamar vikur í Árósum í boði vina minna við örveru og ónæmisfræðideild háskólans þar, er ég nú komin heim til að vinna úr þeim gögnum sem kalla má árangur erfiðisins. Ekki fengust allir draumar uppfylltir en þannig er lífið á hnífsegg vísindanna. Dansinn þar getur verið djarfur.

Den Gamle by

En meðan á dvölinni í Árósum stóð fékk ég tækifæri til að endurnýja kynni mín af Den Gamle By; minjasafni þeirra um byggingarlist og sögu fyrri tíma. Í Árósum eru menn ekkert að rugla saman nútíð og fortíð. Fortíðin fær að standa meðan hún gagnast en þá er hún annað hvort fjarlægð eða flutt á safnið. Vilji maður vita hvernig fólk lifði sínu lífi í "den" heimsækir maður SAFN. Þar má sjá hvernig heimilishald og viðskipti tvinnuðust saman undir einu þaki; bakarinn, slátrarinn, hjólhestaviðgerðamaðurinn og skrogskerinn hver átti sitt verkstæði og krafan um hátimbruð húsakynni var ekki sérlega stór í sniðum. Hver sá um sitt og fólk drýgði húshaldspeningana með nokkrum hænum og ræktun matjurta Moesgaardí bakgarðinum. Safnið er staðsett nokkuð miðsvæðis í gömlum árfarvegi en er fullkomlega aðskilið frá borginni sem iðar af lífi nútímaverslunar og viðskipta. Innan um verslanir af öllum gerðum má finna kaffihús, kvikmyndahús, listasöfn og gallerí í bland, en ekkert af þessu yfirgnæfir helsta tilgang miðborgarinnar; verslunina. Þarna eru líka skólar, kirkjur og opinberar byggingar auk lífæðar borgarinnar, Hovedbanegarden.

Vilji maður kynnast lífi fólks á steinöld getur maður gert sér ferð út á herragarðinn Moesgaard og séð hvernig steinaldarmaðurinn gerði sér mat úr því sem gjöfult landið hafði upp á að bjóða. Þar söfnuðu þeir korni, grófu upp rætur og veiddu sér villisvín til matar með vopnum sem þeir hjuggu til úr tinnusteini. Sama tinnustein notuðu þeir til að skera "mýrarmanninn" á háls. Víkingar lögðu þetta landsvæði seinna undir sig og gerðu þaðan strandhögg á fjarlægar slóðir. Þannig var lífið í den en nú er öldin önnur og friðsælla yfir viðskiptalífinu en áður var.

Aros-búar skammast sín ekkert fyrir að vera kaup - og iðnaðarmenn. Það var upphaf búsetu á svæðinu og hefur haldist alla tíð síðan. Þar hafa þeir vinning yfir 101-elítuna í  Reykjavík. Hún trúir því að svokallaðar "skapandi greinar" geti orðið undirstaða velmegunar á Íslandi. Mikil velta í þessum iðnaði er þó ekki mælikvarði á mikilvægi hans fyrir þjóðarbúið. Í sumum tilvikum skaðleg eins og nýlegt dæmi úr myndlistaheiminum sýndi, þegar matvælaiðnaði var blandað saman við listiðnað svo hrollur fór um margan manninn. Útflutningur þessara skapandi greina er sama sem enginn ef undan eru skildir þeir sem meika það erlendis og hverfa þar með af skattskrá landsins. Nú, en nokkur gjaldeyrisöflun skilar sér þó í kassann í tengslum við tónlistarviðburði og túrisma.

Er þetta arkitektúrÍ hverju felst listrænt gildi þessarar sérkennilegur húsaþyrpingar og verður hún "reykvískara" við að tjarga kofann?

Það er hins vegar ekki víst að útlendingar búi yfir þeirri "snilligáfu" að geta metið hið sérstæða listræna auga ríkjandi afla í borginni.  Til þess hafa þeir kannski ekki nægan skilning á draumaarkitektúr Ólafs F., sem nú ræður ríkjum í Kvosina í formi nútímavæddrar fortíðar og sendir okkur aftur til steinaldarstigsins, sem við þó eigum ekkert tilkall til. Það afkáralegasta við þessa ofur-retróstefnu er að arkitektablómi Íslands tekur fullan þátt í bakföllunum. Arkitektar og aðrir "skapandi" listamenn leggja nú nótt við dag við að endurskilgreina gamlar fúaspýtur eins og tilvist þeirra í daglegu lífi gefi okkur menningarsnauðum útkjálkamönnum meiri vigt. Árósarbúar varðveita sína gömlu menningu í árfarvegi og gera vel við hana. Í Kvosinni fer engin varðveisla menningar eða minja fram. Aðeins billeg eftirlíking af danskri menningu í bland við minnimáttarkennd þess sem á sér engar rætur og mistekur farið eftir expressóbollann á fingrum sér fyrir heimslist.

Inn í þetta menningartómarúm rís nútímalegt     Harpa 

tónlistarhús á hafnarbakkanum í Reykjavík,

óöruggt með að stíga skrefið til fulls inn

í lágkúrulegan félagskapinn sem fyrir er. 

Harpan er ljósár í burtu frá eftirlíkingunum.

Getur einhver láð henni að hika?

www.en.harpa.is

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ragnhildur Kolka
Ragnhildur Kolka
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband