Leita í fréttum mbl.is

Nú er kátt í höllinni

Undirbúningur fyrir brúđkaup Vilhjálms og Kötu Middleton er nú á lokastigi. Heimsbyggđin stendur á öndinni og ţađ gera líka íslenskir fjölmiđlar og fjölmiđlamenn. Allir nema Egill Helga sem er Fúll á móti í ţessu einsog svo mörgu öđru ómenningarlegu. Útsendingar frá herlegheitunum hefjast á RÚV klukkan 7 í fyrramáliđ og er ţá betra ađ vera búin ađ ţvo stírurnar úr augunum og bursta tennur, ţví enginn tími mun gefast í slíkt pjatt nćstu klukkutímana ţar á eftir.

Sumir eru reyndar búnir ađ vera í startholunum í einhverja daga, tekiđ sér stöđu viđ kirkjuna og ţá hafa sumir veriđ svo forsjálir ađ koma međ tjald, ţví kunnugir ţekkja vel hvađa áhrif "april showers" geta haft á útihátíđargleđina. Ađrir hafa tekiđ ţátt í undirbúningnum um nokkurt skeiđ. Jafnvel fórnađ fé og tíma um árarađir, eins og ţessi ţjóđholli náungi sem ćtlar ekki ađ láta sitt eftir liggja svo ađ ekkert fari nú úrskeiđis:

Ţjóđhollusta

Mađur verđur bara ađ vona ađ fórnir hans skili tilćtluđum árangri, svo annar í röđ ríkisarfa bresku krúnunnar geti gegniđ ađ eiga sína heittelskuđu Kötu.

Krúnuerfingi númer fjögurţúsundníuhundruđsjötíuogţrír heitir hins vegar Karen Vogel og er nýflutt til Rostock. Hún missir af hátíđarhöldunum ţví henni var ekki bođiđ og af ţví ađ hún er án sjónvarps eins og stendur. Enn hef ég ekki lćrt ađ setja inn myndbönd (nema Youtube) á bloggiđ svo ţeir sem hafa áhuga á ađ horfa á ţennan link verđa ađ bíđa af sér smá WSJ-auglýsingu.  Matta má hins vegar alltaf finna kátan og reifann á Daily Telegraph.

Spennandi, ekki satt?

29. apríl 2011

 Brúđkaupiđ

Frábćrt show og mín gamla vinkona, Gunna Stína alias Dídí, orđin barónessa og bođin í brúđkaup Villhjálms og Kötu. Flottari fulltrúa gat Ísland ekki átt í dag í Westminster Abbey.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Ragnhildur Kolka
Ragnhildur Kolka
Apríl 2024
S M Ţ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband