Leita í fréttum mbl.is

Ný ritstjórn Moggans

Í fyrsta sinn í 28 mánuði lít ég með tilhlökkun til þess að vakna til nýs dags þar sem heitur kaffibolli  og prentútgáfa Morgunblaðsins leiðir mig inn í ævintýri dagsins. Það verður mikil tilbreyting frá hinum kalda skjá fartölvunnar að fletta blaðinu hægt, láta augun hvarfla yfir opnuna áður en þau staðnæmast við áhugaverðustu fréttina. Í þessari litlu athöfn fellst mikil nautn sem mér hefur verið meinað að njóta alltof lengi. 

Hvernig Morgunblaðið komst á það spor sem það hefur runnið eftir undanfarna mánuði vil ég ekki eyða tíma mínum í að greina, en ég geri meiri kröfu til blaðsins en að það fylgi pólitískri rétthugsun um hvers kyns boð og bönn, taki undir allar kröfur sem upp koma um kostnaðarþátttöku ríkisins í áhugamálum einstaklinga svo ekki sé talað um eintóna útgáfu ESB umræðunnar. Engum málstað er gerður greiði með því að kveða niður andstæðar raddir.

ESB-sinnum hefur ekki tekist að leiða fram málefnalega umræðu um sambandsaðild. Opinn faðmur Olla Rehn eða endalaust orðagjálfur utanríkisráðherra hinna aðskiljanlegustu Evrópusambandlanda sem fengið hafa ómælt rými á síðum blaðsins án þess að nokkur viðspyrna hafi verið veitt til að rétta hlut þeirra sem ekki hafa vígst til heilags ESB-smurnings hefur fyllt dygga stuðningsmenn blaðsins óhugnaði. Við lifum í heimi efnisgilda. Við höfnum trúarofstæki sem byggir á einföldum lausnum. Hver sem er má trúað á sinn guð en óheft trúboð alsælu ESB leiðir okkur ekki inn í himnaríki. Jafnvel þótt Jóhanna leiði hersinguna yfir þröskuldinn.

Botninum náði blaðið þegar norskur hundur var leiddur til öndvegis í frétt um brotthvarf fyrrverandi forsætisráðherra af þingi. Sú frétt var ekki einungis formanni blaðamannafélagsins, sem nú talar um "ómaklega gagnrýni á sig" til skammar. Hún var blaðinu og í reynd allri stéttinni sem varð það á að kjósa sér slíkan formann, til óbætanlegrar skammar.

Ég fagna því að Morgunblaðið hefur verið heimt úr helju og óska því alls velfarnaðar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Tek undir þetta, Ragnhildur

Gunnar Rögnvaldsson, 25.9.2009 kl. 18:53

2 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Þakka þér, Gunnar. Mogginn stóð við sitt og var kominn í hús fyrir klukkan sjö eins og lofað var.

Ragnhildur Kolka, 25.9.2009 kl. 19:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ragnhildur Kolka
Ragnhildur Kolka
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband