Leita í fréttum mbl.is

Biðlista blues

Músikalitetið mætti vera betra 

Í stað þess að leggja til atlögu við lobbyistaherinn til að lækka kostnað í heilbrigðiskerfi BNA, fer Obama biðlistaleiðina. Obama er fjárhagslega skuldbundinn lobbyistunum sem ganga erinda TORT lögmannanna, þessa fjölmenna hers "ambulance chasers" eða slysabótavampíra sem gera heilbrigðisþjónustu BNA milljörðum dollara dýrari en hún þarf að vera.

Pacific Research Institute hefur komist að þeirri niðurstöðu að ótti lækna við málsókn manna eins og John Edwards auki kostnað í BNA heilbrigðiskerfinu uþb 25% eða litla 200 milljarða dollara á ári.

Helmingur þessarar upphæðar myndi duga til að veita hinum fátæku borgurum sem ekki njóta sjúkratrygginga $5.000 styrk, þ.e. $20.000 á fjögurra manna fjölskyldu.

En Obama leggur ekki í lögfræðingaliðið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurgeir Orri Sigurgeirsson

John Stossel fjallar um þetta í bók sinni um Myths lies and downright stupidity. Hann heldur því fram að verstu óvinir mannkyns séu lögfræðingar og stjórnmálamenn. Ég er sammála honum. Ekki vegna þess að þeir séu endilega vont fólk, heldur það sem þeir standa fyrir.

Sigurgeir Orri Sigurgeirsson, 22.8.2009 kl. 01:30

2 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Athyglisvert, en eigum við okkur undankomu auðið?

Andrés Magnússon fjallaði um samsetningu þingmannahópsins í Viðskiptablaðinu í vor. Samkvæmt könnun (Economist að mig minnir) eru lögfræðingar uþb 35% þingmanna á lögþingum lýðræðisríkja. Eftir kosningarnar hér í vor náðu blaða- og fréttamenn að fylla þessa prósentutölu á meðan lögfræðingar eru vel innan við 10%.  

Þessi umsnúningur er ekki til bóta. Lögfræðingarnir skildu þó þann texta sem þeir klömbruðu saman. Fréttastofustóðið hefur sýnt á undanförnum árum að það hvorki skilur né vill skilja hvert hlutverk þess er.

Því skyldi þingseta breyta þar einhverju um?

Ragnhildur Kolka, 22.8.2009 kl. 08:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ragnhildur Kolka
Ragnhildur Kolka
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband