Leita í fréttum mbl.is

Ríkisvaldið

Það er að koma betur í ljós hvernig ríkisforsjáin virkar í reynd. Ríkið er fyrir ríkið. Fjármunir þegnanna eru eyðslufé ríkisins.

Bankakerfið hér er nú að mestu í umsjón ríkisins, Seðlabankinn undir pólitísku kúgunarvaldi forsætisráðherrans og afdankaður framsóknarkommi hefur húsbóndavald í fjármálaráðuneytinu og hirð hans að mestu með próf úr Austri. Valdið er þeirra og það eru peningarnir mínir líka.

Nú þarf ekki lengur að vera með einhvern þykjustunni leik um að skilanefndir starfi sjálfstætt. Ríkisbankinn vill hanga á laununum mínu og kallar á vernd - Seðlabankinn gengur í málið og hringir í mömmu og þar með er lokað fyrir einkaframtakið. Fæti brugðið fyrir kaup MP-fjármögnunar á SPRON til að hindra samkeppni, sem leitt gæti til "óæskilegrar" þjónustu við kúnnann. Mig.

Tími bankastjórabiðstofanna er að renna upp.

Bankakerfi í ríkisforsjá þarf ekki að taka tillit til þjónustunnar. Ef einhver stígur út úr biðröðinni er hann vinsamlegast minntur á gjaldeyrishöftin "því miður peningar eru takmarkaðir og við þurfum að halda uppi velferð". Allt sem ríkið tekur sér fyrir hendur flokkast nú sem velferð, því engin þorir að andmæla velferðinni. Tónlistarhús er velferð, lokun súlustaða er velferð, listamannalaun eru velferð. Aflaheimildir og vinna við álver er hins vegar bruðl og sóun.

Í Bandaríkjunum er Messías að vinna sig inn í svipað kerfi. Ríkið sér um þegnana og veit hvað þeim er fyrir bestu. Þar er nú í smíðum frumvarp sem gefur ríkinu Hliðarvagninnvald til að ráða og reka menn hjá einkafyrirtækjum. Obama hefur komið auga á beinu brautina til ríkisafskipta. Fyrst var fé veitt til bankanna, síðan hófst ófrægingarherferð vegna bónusa sem vitað var að yrðu greiddir af þessum björgunarpökkum og þá var það leikur einn að skella á afturvirkum lögum um 90% skattgreiðslur af bónusfé. Afturvirk lög eru nú lausnarorð Frelsarans. Með afturvirkum lögum ætlar Obama að ráðskast með launaumslög þeirra fyrirtækja sem voru svo óheppin að þiggja aðstoð síðastliðið haust. Aðstoð sem þá var veitt án íþyngjandi skilyrða. Og ofan í kok á þeim skulu þessi lög renna, hvað sem tautar, því ríkið neitar að taka við endurgreiðslum jafnvel þótt bankarnir bjóðist til að greiða vexti af lánunum, eins og björgunarféð hét í haust.

Í Bandaríkjunum eiga menn ekki að venjast slíkum þjösnaskap frá ríkinu- samningar eru gerðir Al Caponeog þeir virtir. Það er rétt að renna upp fyrir viðskiptalífinu þar að "Chicago thuggery" á ekki bara við Al Capone og bannárin heldur er það viðvarandi ástand í borg þar sem nýkjörinn forseti Bandaríkjanna tók út sinn pólitíska þroska. Við, sem erum eldri þekkjum þessar vinnuaðferðir frá fyrri tíð. Þær leiddu til ríkisafskipta í stórum sem smáum málum.

Myndin er að verða nokkuð kunnugleg.

Myndir: Hliðarvagninn - townhall.com                                                

             Al Capone - paranormalknowledge.com

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Baldur Hermannsson

Þetta er þarfur pistill og afar snarpur. Við megum ekki undir neinum kringumstæðum fórna öllu því sem áunnist hefur vegna hrakfara okkar í bankamálum.

Baldur Hermannsson, 7.4.2009 kl. 12:14

2 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Vel að orði komist Ragnhildur.

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 7.4.2009 kl. 19:29

3 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Við höfum nú ríkisstjórn sem aldrei hefur haft skilning á öðru en að eyða peningum, enda ekki að ósekju að Jóhanna fékk viðurnefnið "Hin heilaga". Trú AGS á Skallagrími er ekki meiri en svo  að þeir eru ekkert að flýta sér að senda hingað næstu greiðslu af láninu.

Á endanum mun fólk átta sig á að Stjóri og Stýra hafa engin ráð. Smjörþefinn fengum við í dag þegar Stjóri svaraði fyrirspurn blaðamanns um orsakir á falli krónunnar. Jarðfræðingur sagðist bara ekki kunna nein svör við því, eins og þú bentir skilmerkilega á í færslu í dag.

Við eigum eftir að heyra svona svör nokkrum sinnum áður en renna fer upp fyrir fólki að kannski hafi tvíeyki ekki verið besti kosturinn til bjargar þjóðarinnar. Þó má gera ráð fyrir að grjótmulningsvélin Jóhanna verða tekin í dýrlingatölu, því sértrúarsöfnuðurinn um hana trúir einlæglega. Hallarbylting í VG mun velta StJ.  

Hvort einhverjir verða eftir á landinu til að tjasla tætlunum saman er ómögulegt að segja um.

Ragnhildur Kolka, 7.4.2009 kl. 19:54

4 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Já, og vel á minns. Takk fyrir innlitin.

Ragnhildur Kolka, 7.4.2009 kl. 19:59

5 Smámynd: Sigurgeir Orri Sigurgeirsson

Þetta er ófögur mynd sem er að verða til. Skelfilegt til þess að hugsa að Ísland sé að fara aftur um áratugi í lífsgæðum og frelsi. Takist vinstriflokkunum að mynda ríkisstjórn eftir kosningar er næsta víst að hún springur áður en kjörtímabilið er úti enda hafa vinstri stjórnir aldrei setið út kjörtímabilið. Amk. tveir Samfylkingarráðherrar í síðustu ríkisstjórn eru svo miklir kjánar að þeim var ekki einu sinni treyst til að vera á ríkisstjórnarfundum um viðkvæm mál. Þeir mæta galvaskir í nýja ríkisstjórn að loknum kosningum ef að líkum lætur. Engu er líkara en að „the lunatics have taken over the asylum“.

Sigurgeir Orri Sigurgeirsson, 9.4.2009 kl. 17:44

6 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Sæll Sigurgeir Orri; Við munum fara áratugi aftur í lífsgæðum, því hér verður ekkert gert til að sporna á móti. Það sést á "framtíðarsýn" VG, ráðgerir að fjórðungur nýrra starfa sem flokkurinn ætlar að skapa verði í  ferðamannaiðnaðinum.

Á sama tíma og þeir tuggast á að álbirgðir hlaðist upp og því ekki ástæða til að byggja álver, þá leggja þeir til að fjölga um >4000 störf í ferðaiðnaði. VG hafa ekki heyrt að botninn er dottin úr ferðaiðnaðnum. 20-30% fall hvert sem litið er í heiminum. 10% á Grikklandi þar sem ferðaiðnaðurinn vegur 1/5 af þjóðarframleiðslunni. Síðan ætla þeir að kippa rekstrargrunninum undan útgerðinni því hún sér okkur fyrir ALLTOF HÁU HLUTFALLI af þjóðartekjunum. Bloggvinur minn Gunnar Rögnvaldsson er með afar athyglisverða færslu um vægi sjávarútvegs í þjóðarhag okkar Íslendina. Þú ættir að kíkja á hana.

Samfylkingin leggur bara til að við göngum í ESB. Það ku vera lausn á öllu vandamálum á þeim bæ. SF ætlar að fara að dæmi Íra sem nú súpa seiðið af upptöku Evrunnar.

Svona getur lífið verið einfalt. 

Ragnhildur Kolka, 9.4.2009 kl. 20:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ragnhildur Kolka
Ragnhildur Kolka
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband