Leita í fréttum mbl.is

Hver er að telja?

Í hinum diplomatiska heimi þykir það sýna mikinn skort á mannasiðum, svo maður segi ekki bara argasta dónaskap að gera verk forvera síns í embætti tortryggileg. Menn koma inn með sínar hugmyndir og taka til við að breyta eða bæta eftir því hvað verkast vill. Verkin eru látin tala. 

En nú hefur orðið breyting á.

Þegar Ögmundur Jónasson tók við heilbrigðisráðuneytinu lét hann það verða eitt sitt fyrsta verk að upplýsa fréttamenn um gríðarlega sóun á almannafé sem forveri hans í embætti átti að hafa staðið fyrir. Fréttamiðlar greindu skilmerkilega frá öllum verktakagreiðslum sem heilbrigðisráðherrann, Guðlaugur Þór hafði útsett ráðuneytið, ríkið og þjóðina alla fyrir. Þótti hann, með greiðslum til verktaka hafa opinberað hina mestu síðspillingu Íslandssögunna. Fréttamenn, sem í áraraðir hafa sofið á sínu græna, töldu sig nú hafa komist í feitt og kröfðust upplýsinga frá öðrum ráðuneytum. Og viti menn, haldiði ekki að öll ráðuneytin hafi stundað sömu siðspillinguna. Jafnvel hinir heilögu ráðherrar Samfylkingarinnar sem enga ábyrgð bera og þurfa því ekkert að axla, hafi ekki verið með krumlurnar á kafi ofan í krukkunni. Í samanburði  var Guðlaugur Þór bara að díla með smáaura þegar tekið er tillit til umsvifa ráðuneytisins. Fréttamenn hafa þó ekki séð ástæðu til að krefja aðra en hann útskýringa.

Í ljós hefur komið að iðnaðarráðuneytið eyddi 17.3 milljónum í verktakagreiðslur og er það þó bara smáráðuneyti sem lengi hefur verið spyrt við viðskiptaráðuneytið svo nagararnir þar fái ekki blýeitrun. Viðskiptaráðuneytið sem er lítið annað en skúffa, greiddi 12 milljónir til verktaka, eða helming þess sem heilbrigðisráðuneytið, með allar sjúkrastofnanirnar, heilsugæsluna og lyfjakosnað landsmanna hefur á sinni könnu. Og viðskiptaráðuneytið rumskaði þó ekki nema einu sinna og það til að sinna einu útkalli til ísbjarnarveiða. Umhverfisráðuneytið greiddi rúmar 17 milljónir til að drepa dýr í útrýmingarhættu og Utanríkisráðuneytið kastaði 29 milljónum út um gluggann í East River til að fullnægja hégómagirnd formanns Samfylkingarinnar. Samgönguráðuneytið fór með veggjum og spreðaði 9 milljónum á vinalega verktaka eða sömu upphæð og menntamálaráðherra sem ber ábyrgð á menntun landsmanna.

Enginn var þó eins rausnarlegur við verktakana og félagsmálaráðherra sem tókst að koma 56 milljónum í lóg af almannafé án þess að blása úr nös. Gengur reyndar undir hinu alþýðlega nafni Heilaga Jóhanna og er dýrkuð og dáð af trúlausum samflokksmönnum. Hún mun enn vera við sama heygarðshornið. Vantrúaðir kalla hana í laumi Eyðslukló.

Það mætti segja að Ögmundur hafi þarna opnað Pandóruboxið ef ekki væri fyrir að það hefur lengi verið frátekið fyrir formann samstarfsflokksins sem aldrei hefur látið neitt kyrrt liggja.

Gullin sem boxið geymdi heita Baugur og Samson og FL og Kaupþing etc, etc. Þau eru nú á "válista".


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ragnhildur Kolka
Ragnhildur Kolka
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband