Leita í fréttum mbl.is

RÚV er enn í gamla gírnum

 Dhimi

Í dag hafa fréttastofur RÚV verið uppteknar af því að segja okkur frá and-fasískum óeirðum í Svíþjóð. Grímuklæddir óeirðaseggir hafa barist við lögreglulið og valdi spjöllum. Slíkar óeirðir eru að verða svo hversdagslegar að maður tekur varla eftir þeim, en þessi frétt sýnir hvað okkar ágæta ríkisútvarp leggur lítið á sig við upplýsingaöflun. Óeirðirnar voru nefnilega ekkert sérstaklega and-fasískar að öðru leyti en því að RÚV gat ekki nefnt þær sínu rétta nafni. Þetta voru rasista óeirðir öðru nafni gyðingahatur.

Það hefur lengi verið vitað að stefndi í þessar óeirðir og í raun má segja að Svíar hafi lagt sig fram sérstaklega fram við að bjóða upp á þær. Davis bikarkeppnin í tennis er einn stærsti viðburður í liðakeppni sem um getur. Þegar séð var að ein keppnin færi fram í Svíþjóð og að einn keppandinn yrði Ísraeli átti gestgjafinn kost á að velja hvar keppnin færi fram. Svíar völdu Malmö. Í Malmö eru 25% íbúa múslimar. Í Malmö hefur allt logað í óeirðum milli múslima og lögreglu síðustu ár og ekki lengra síðan en desember sem bílabrennur a la Paris lögðu Rosengaarden hverfið í rúst. Malmö var því einstaklega heppileg borg til að halda keppnina. Og vegna fyrirsjáanlegra óeirða var keppnin haldin fyrir lokuðum dyrum svo að segja. Aðeins 300 vel valdir áhorfendur fengu að njóta þessa stórviðburðar í tennis. Aðrir tennisunnendur fengu bara ánægjuna af því að fylgjast með grímuklæddum óeirðaseggjum kasta grjóti í lögregluna í sjónvarpinu.

Sameinaða Arabíska furstadæmið tók líka þátt í þessu móti og byrjaði á því að neita ísraelsku þátttakendunum um vegabréfsáritun. Ísraelska tenniskonan Shaha Peer varð af keppni en þá mannaði alþjóðlega tennissambandið sig upp og sektaði mótshaldarana um $300 þúsund og hótaði að bannsetja þá. Það hefði líklega ekki haft mikla þýðingu ef ekki hefði verið fyrir að allir helstu tenniskappar heims hótuðu að mæta ekki á mótið. Andy Ram (sá sem líka keppti í Svíþjóð) fékk því að koma til landsins undir strangri gæslu og almennt fáránlegum keppnisaðstæðum. Engin samstaða um "boycott" náðist meðal kvenkeppenda og því fékk Shaha ekki tækifæri til að spreyta sig.

Pólitísk rétthugsun liggur yfir ríkisútvarpinu eins og mara. Passað er upp á að nefna hlutina aldrei sínu rétta nafni og séð til að ekkert samhengi komi í ljós þegar fjallað er um óeirðir sem rekja má til kynþáttahaturs eða ofbeldis múslimskra í Evrópu. 

En hversu djúpt sem menn stinga hausnum í sandinn mun vandamálið ekki hverfa. Að trúa því er hreinn barnaskapur.

 

                                                                                                         (mynd: Chicagotribune.com)

 

Smá viðbót við fyrri færslu: 

http://online.wsj.com/article/SB123663456334076141.html

Þessi grein birtist í Wall Steet Journal þann 10. mars. Líkt og mér þykir þeim það hið undarlegasta mál að Svíar skuli nota þessa tenniskeppni í pólitískum tilgangi. Greinin ber nafnið Sænska furstadæmið, sem lýsir ótrúlega vel hvernig komið er fyrir Svíþjóð. Í raun eru öll Norðurlöndin seld undir þessa sök, þ.m.t. Ísland með RÚV í fararbroddi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurgeir Orri Sigurgeirsson

Netið er mikið lán fyrir þá sem hafa áttað sig á takmörkum íslenskra fréttamiðla.

Sigurgeir Orri Sigurgeirsson, 8.3.2009 kl. 16:19

2 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Tennis er ekki beinlínis á áhugasviði mínu, en þegar ég rak augun í að Svíar hefðu valið keppninni stað í Malmö fór ég að skoða þetta betur.

Svíar völdu að setja þetta í brennipunktinn, vitandi að þarna yrðu óeirðir, jafnvel hugsanlega mannsmorð. RÚV leikur leikinn með Svíum og lætur eins og þetta hafi verið alger tilviljun. En prógrammið var skipulagt fyrir mörgum vikum, jafnvel mánuðum.

RÚV tók svo að sér að bera hræsnina áfram til Íslendinga.

Ragnhildur Kolka, 8.3.2009 kl. 20:44

3 Smámynd: Einar Axel Helgason

Er þér alvara, kona? Ætlarðu í alvöru að flokka andstöðu við útþenslustefnu Ísraela sem rasisma? RÚV fer ekkert sérlega fögrum orðum um þá sem báru grímur í óeirðunum, öll umfjöllunin lyktar að minnsta kosti af því að fréttaritari flokki þá sem glæpamenn. Ætlarðu ef til vill að meina að íslenskir fjölmiðlar hafa hallað máli Palestínu í hag?

Einar Axel Helgason, 8.3.2009 kl. 21:18

4 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Sæll Einar.

Áttu í einhverjum vandræðum með að skilja að óeirðirnar í Malmö voru í boði Svía eða réttara sagt sænska tennissambandsins. Ákvörðunin um staðsetningu var meðvituð og lýsir kannski best hræsni Svía.  RÚV tók þátt í leiknum.

Áróður "Vina Palestínu" breytir þar engu um..

Ragnhildur Kolka, 9.3.2009 kl. 08:09

5 Smámynd: Einar Axel Helgason

Þú ert ekki með fullum fimm. Það að halda íþróttamót í Malmö þykir mér eðlilegt, þetta er þriðja stærsta borg í Svíþjóð, svo ef halda á íþróttamót þar í landi, þá er væntanlega jafneðilegt og hvað annað að borgaryfirvöld Malmö reyni að ná réttinum. Auk þess er borgin staðsett nærri brúnni yfir Eyrarsund. Í Stokkhólmi eru reyndar um 28% íbúa innflytjendur – en 27% í Malmö. Hefði kannski átt að halda mótið í Stokkhólmi?

RÚV matar okkur sífellt á rangfærslum um ástandið í Palestínu. Til dæmis er óbrigðult að Hamas er nefnt sem hryðjuverkasamtök. Hamas eru hins vegar múslimsk stjórnmálasamtök í Palestínu, sem standa meðal annars fyrir rekstri skóla og sjúkrahúsa. Samtökin hafa sinn vopnaða væng – en það er tæpast hægt að kalla það hryðjuverkavæng, því þessi samtök er eina hernaðarvald Palestínumanna. Þess vegna er hægt að segja okkur að Ísrael hafi aðeins miðað á aðsetur hryðjuverkamanna, þegar þeir sprengja bæði skóla og sjúkrahús.

Einar Axel Helgason, 9.3.2009 kl. 09:56

6 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Einar Axel, af hverju ættu borgaryfirvöld að sækjast eftir að halda stórmót í íþróttum ef engir áhorfendur fá að sækja atburðinn? Það skiptir engu þótt brúað sé yfir hálfan hnöttinn ef enginn fær að kaupa sig inn á leikinn.

Þegar ofan á það bætist að gera megi ráð fyrir að fleiri þúsund múslimar í vígamóð mæti til að berjast við lögregluna þá getur það ekki verið fýsilegur kostur. Tölur um hlutfall múslima í Malmö voru gamlar, þ.e. frá 2005 og þakka ég þér fyrir að upplýsa mig. Tel þó að breytingin frá 25-27% geri valkostinn ekki fýsilegri.

Hamas er á skrá hjá ESB sem hryðjuverkasamtök.  Stjórnmálaþátttaka er aðeins að nafninu til, því Hamas er armur Múslimska bræðralagsins, sem hefur öfgafulla íslamiseringu á stefnuskrá og hún innifelur útrýmingu gyðinga og annarra vantrúaðra.

Reyndar er það svo að mannslíf skiptir Hamas litlu máli nema til að nýta í áróðursskyni. Börnum er att út í bardagana og þau alin upp við tilhugsunina að sprengja sig í loft upp. Hatur er grunnmótíf í uppeldi barna. Skólarnir og sjúkrahúsin hafa verið notuð sem skjól fyrir byssumenn og sem skotpallar fyrir eldflaugar, eins og reyndar starfsmenn Sþ hafa viðurkennt.

Frá því að Ísraelsmenn yfirgáfu Gaza hefur fleiri þúsund eldflaugum verið skotið þaðan yfir til Ísrael. Hamas samtökin báru sigur úr bítum eftir að sjálfsstjórn var komið á, en engin uppbygging hefur átt sér stað hvað atvinnu varðar og gróðurhúsin sem Ísraelar skildu eftir og velviljaðir menn gáfu Gazabúum voru snarlega jöfnuð við jörðu svo ekkert sér af nema ryðgaðir burðarbitar og glerbrot.

Hins vegar hafa Hamas haft nægilegt fé til að byggja upp sitt vopnabúr og er skemmst að minnast að einn frammámaður í Hamas var nýlega tekin við landamæri Egyptalands með á annan milljarð í dollurum og evrum. Þeim peningum var ætlað að endurnýja vopnabyrgðir eftir síðustu átök. Hamas ætla alþjóðasamfélaginu að sjá um skólana og sjúkrahúsin.

Ef einhver lýsir því yfir við mig að hann ætli að drepa mig og útrýma öllum mínum skyldmennum, þá hika ég ekki við að snúast til varnar. Ísrael er umkringt þjóðum ( 400 milljónir manna) sem eiga þá ósk heitasta að útrýma gyðingum; hrekja þá í hafið. Þér finnst eðlilegt að 7000 manns mæti til að hrekja einn tennisleikara úr landi með grjótkasti og barsmíðum.

Ef þú værir tennisleikarinn hvernig heldurðu að þér yrði við?

Ragnhildur Kolka, 9.3.2009 kl. 18:07

7 Smámynd: Hilmar Gunnlaugsson

Gyðingahatur er virkilega óhuggulegt en við skulum nú ekki gleyma því að flestir múslímar hata ekki gyðinga og lifa hóparnir að mestu í sátt við hvorn annan.

Ég tel það leyfilegt að gagnrýna Ísrael en alltof oft finnst mér gagnrýnin leiða til gyðingahaturs.

Þakka þér svo kærlega fyrir bloggvináttuna Ragnhildur mín.

Hilmar Gunnlaugsson, 10.3.2009 kl. 18:08

8 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Hilmar þakka þér fyrir innlitið: En gyðingahatur er ekki nýtt fyrirbæri það hefur verið iðkað undir ýmsum nöfnum í Evrópu frá 12 eða 13. öld. Það þarf ekki múslima til, en innflæði þeirra til Evrópu hefur aftur gert það sýnilegt.

Gyðingar eiga undir högg að sækja um gervalla álfuna og eins og þessi frétt frá Svíþjóð sýnir þá lifir gyðingahatur góðu lífi á Norðurlöndum. Ísland er þar ekki undanskilið og ef þú hlustar á "fréttaskýringarþáttinn" Spegilinn, þá veistu að þar er rekinn markviss áróður gegn Ísraelríki og gyðingum. 

Þeir treysta því að alltaf séu einhverjir aular til að bíta á agnið.

Ragnhildur Kolka, 10.3.2009 kl. 21:50

9 Smámynd: Hilmar Gunnlaugsson

Sæl Ragnhildur.

Það er rétt að gyðingahatur hefur verið iðkað lengi. Í Íran er gyðingahatur stefna ríkisins og hefur forsetinn t.a.m. afneitað helförinni og sagt að þurrka ætti Ísraelríki burt. Flestir múslímar sem koma frá Íran hafa því lítinn skilning á helförinni. Svona er þetta í fleiri múslímalöndum og er breytinga þörf á stjórnum þessara landa og mikilvægt að lýðræði verði komið á.

Ég er sammála þér að oft sé fréttaflutningur um Ísrael og gyðinga óvandaður á Íslandi sem og kennslu um helförina. Ég býð þér að skoða mína síðu en þar fjalla ég um leiðir til úrbóta í kennslu og fræðslu um þennan hræðilega atburð.

Hilmar Gunnlaugsson, 10.3.2009 kl. 22:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ragnhildur Kolka
Ragnhildur Kolka
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband