Leita í fréttum mbl.is

Afhverju ESB og NATO?

Nú sjáum við hvers vegna þjóðir sem áður tilheyrðu áhrifasvæði Sóvétríkjanna hafa sótt svo stíft eftir aðild að Evrópusambandinu og inngöngu í NATO. Sóvéski björninn sleppir aldrei takinu. Rétt eins og Rússar hafa verið með afskipti af innanríkismálum landa Austurevrópu, þá hafa þeir verið að íhlutast um málefni Kákasuslýðveldanna. Tjetsenía er í rúst og nú eru þeir tilbúnir að leggja Georgíu í rúst til að sýna mátt  sinn.

Þeir voru heppnir sem náðu að hlaupa í skjól Evrópusambandsins í tæka tíð. Ákafi þessara landa eftir inngöngu í ESB hefur verið notaður hér í áróðrinum fyrir ESB aðild. Við sjáum nú að fyrir þessar þjóðir er ESB aðild ekki bara tákn um frelsi heldur jafnvel spurning um líf eða dauða. 

Enginn veit hvað framtíðin ber í skauti sér, en frjáls þjóð á ekki að þurfa á slíkum hvata að halda. Við viljum hafa rödd og við viljum að sú rödd hljómi í nafni frelsis ekki ánauðar, það tryggjum við best með samvinnu við þjóðir sem halda sömu gildi í hávegum.


mbl.is Rússar setja hafnbann á Georgíu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: el-Toro

fyrrum lýðveldi sovétríkjanna vildu fyrst og fremst komast í esb til að komast inn á markaði esb.  einnig til að komast í stöðugt efnahagsástand og til að ná sér í styrki sem bjóðast löndum sem eru aftarlega á merinni eins og austur evrópa var á sínum tíma.

þau lönd sem virkilega lögðu áherslu á nato.... þau voru hinsvegar hrædd við rússana.

esb eða Bandaríkin hjálpa aðeins þeim löndum sem þeir telja sig geta grætt eitthvað af.  meðan allir héldu að olíuleiðsla yrði sett í gegnum afganistan....að viti menn, bandaríkjamenn léku þar á alla samsærisbændur þá.  því þeir lögðu hana í gegnum Georgíu.  ekki veit ég nákvæmlega hvar í Georgíu, en allavegana virðist hún vera það nálægt s-ossetíu að rússarnir nenni að sprengja s-ossetíu til steinaldar á einum eða tveimur dögum.  en þessi olíleiðsla er sú eina á þessu svæði sem rússarnir eiga ekki.  sem sagt að þessi leiðsla sem liggur til evrópu, er sú eina sem liggur þangað án afskipta kremlar hetjunnar sem veiðir á flugu ber á ofan.

til að gera langa sögu stutta, að þá er alltaf ástæða fyrir því að stórveldin leggja í stríðsför.  bandaríkjamenn fóru inn í írak út af olíunni, og inn í afganistan þar sem ekki var hægt að semja um olíuleiðslu almennilega við talibana "villimannin" þar.  rússar fara inn í s-ossetíu vegna þessarra olíuleiðslu sem er sú eina sem er ekki merkt gasprom.

stórveldin gera ekkert aðeins út af manngæsku....aldrei!!!!!

el-Toro, 10.8.2008 kl. 12:06

2 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Þær eru margar merarnar þarna fyrir austan; órækt merki um þá auðn sem kommúnisminn skildi eftir sig.

Engin slær hendi á móti styrkjum sem í boði eru - þótt hér hafi einu sinni risið hávær mótmæla alda þegar Davíð Oddson benti kurteislega á þá staðreynd. Hvað sem því líður, litu margar austurblokkarþjóðir á aðild að ESB og NATO sem öryggisnet til varnar gegn ágangi bjarnarins í austri.

Fyrr á þessu ári hafnaði NATO aðildarumsókn Georgíu að samstarfi sínu og Rússar voru ekki lengi að nýta sér það.

Það er hins vegar rétt að olíuleiðslan er til grundvallar þessum átökum. Þetta er eina leiðslan sem Rússar ráða ekki yfir -með því að ná henni undir sig geta þeir stillt hinni orkuþyrstu Evrópu upp við vegg. Þótt ég kjósi að standa utan við ESB þá er mér engin gleði að því að sjá Evrópu engjast.

Ragnhildur Kolka, 10.8.2008 kl. 13:00

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Já þrátt fyrir (ó)upplýsingaherferð Rússa þá þykir mér augljóst að þetta snúist um leiðslur sem liggja frá olíuborginni Baku við Kaspíahaf, en öll olía þaðan er flutt um Svartahaf og svæðið þar í kring og stór hluti af henni til Evrópu sem notar u.þ.b. fjórðung af heimsframleiðslunni. Meira um það hér og hér.

Guðmundur Ásgeirsson, 12.8.2008 kl. 00:06

4 Smámynd: Sigurgeir Orri Sigurgeirsson

Stjórnendur Rússlands eru stórvarasamir. Öll ríki heims verða að vera á varðbergi gagnvart þeim. Bók sem ég las um daginn, The Litvinenko file, gefur ágætis innsýn inn í hugarheim þeirra og hann er ekki til fyrirmyndar.

Sigurgeir Orri Sigurgeirsson, 12.8.2008 kl. 18:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ragnhildur Kolka
Ragnhildur Kolka
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband