Leita í fréttum mbl.is

Vér erum sá sem við höfum beðið eftir ...

Það hlaut að koma að því að fólk átti sig á í hvaða farvegi þessi kosningabarátta rann. Obama hefur komist upp með ótrúlega innihaldssnauða kosningabaráttu, ekki bara gagnvart McCain heldur líka Hillary Clinton. Fjölmiðlar hafa alið á þessari Obamaniu og gengu einfaldlega of langt. Það var ekki hjá því komist að fólk áttaði sig. 

Myndböndin sem Eyþór Arnalds setti við þessa frétt gera ekkert annað en að sýna Barak Obama. Hvernnig getur það verið neikvætt? Það getur aðeins verið neikvætt ef framganga Obama er á einhvern hátt ámælisverð eða að spunnin sé upp froða persónudýrkunnar án innihalds. Það síðar nefnda á svo sannarlega við.

Hvort kom á undan eggið eða hænan? Er Obama bara tungulipur narkisisti eða gáfu fjölmiðlar honum ekki nægilegt aðhald í upphafi? Hvert sem svarið er þá virðist athyglin hafa stigið honum til höfuðs. Hann féll í þá gryfju að líta á sig sem kjörinn forseta og jafnvel að hafa þegið upphafningunni frá Guði, eða hvað annað fær mann til að setja fram jafn álkulega  yfirlýsingu og þessa: Vér erum sá sem við höfum beðið eftir.

Allar kannanir sýna að hann á óskorað fylgi menntamanna hvað sem öðrum hópum líður. Ef þetta er afrakstur menntunar þá hlýtur maður að spyrja sig hvað menntun fyrirstilli eiginlega nú til dags?


mbl.is Frambjóðendur hnífjafnir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurbjörn Friðriksson

´   

 Ragnhildur Kolka;  Var það ekki G.W.Bush sem hélt því fram að hann væri af Guði kallaður til að fara í þessa KROSSFERРgegn Hryðjuverkum  (Cruisade against Terrorism (meaning muslims))?

Eftir 2 kosningatímabil G.W.Bush virðast ríkisborgarar BNA ekki hafa lært neitt.  Nú er helmingur kosningabærra manna tilbúinn að kjósa sem eftirmann  G.W.Bush,  John McCain sem hefur lýst sig reiðubúinn að taka upp gunnfána Bush stjórnarinnar og halda brjálæðinu áfram, Ísraelskum og Bandarískum Zíonistum til mikillar ánægju. 

Bandaríkjamenn sem þjóð, er ákaflega óábyrg og mynnir mig á sauðféð í skáldsögu Geors Orwell "Animal Farm" (Dýragarðurinn) þar sem kindurnar jörmuðu slagorðin sem svínin (nýju húsbændurnir) höfðu kennt þeim. ("Four legs good, two legs bad").

Kveðja, LMN=

Sigurbjörn Friðriksson, 3.8.2008 kl. 15:53

2 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Ég furða mig á hvað það sé helst sem fór svona fyrir brjóstið á þér í blogginu mínu. Að Obama skuli vera jafn vitlaus (sic) og Bush eða að helsti stuðningshópur Obama skuli vera á grúppíu stiginu?

Gildismat þitt um bandarísku þjóðina er athyglisvert, þú setur þar fram pólitíska rétthugsun sem á sér nokkurn hljómgrunn meðal ákveðinna hópa í Evrópu og er þeim ekki til mikils sóma. Alhæfingar eru frekar hvimleiðar og þá ekki síst um heilar þjóðir.

Ef eitthvað þá sýndist mér stemningin í kringum BO og sigursúluna einmitt benda til þessa hjarðeðlis sem þú vænir Bandaríkjamenn um.

Smá ábending: Minni, en ekki mynni, "ísraelskum og bandarískum" skrifar maður með litlum staf. Það er grundvallaratriði að ef þú telur þig á hærra plani en þá sem þú talar niður til að sýna að þú sért sjálfur á hærra plani.

Ragnhildur Kolka, 3.8.2008 kl. 17:14

3 Smámynd: Sigurbjörn Friðriksson

Kolka mín kolruglaða;  Það er mér meira í mun að koma skoðunum mínum réttum á framfæri en að hafa íslenskar stafsetningarreglur í hávegum.

Ég held nefnilega að skoðanir þínar séu íklæddar "nýju fötum keisarans", svakalega "flottar", í réttritun, setningarfræði og almennri málfræði.  (Breyttu setningunni nú fyrir mig í núliðnaþáskildagatíð, í þolmynd og í viðtengingarhætti, plís). 

Við vinirnir, nóbelskáldið og ég, notum íslenskuna og réttritunina eins og hún kemur frá hjartanu.  Vissir þú að það átti að reyna að fá dæmdan og stinga síðan í fangelsi, Halldóri Laxnes skáldi fyrir þá sök að rita ekki og gefa bækur út á "korrekt" íslensku máli og réttritun.  Mér dettur í hug að þú hafir þar verið fremst í flokki.  Að minnsta kosti virðist þu hafa aldurinn til þess.  (Hvernig er réttritunin og setningarfræðin?  Er kommusetningin í lagi?)

Kveðja, Björn bóndi  ïJð

Sigurbjörn Friðriksson, 3.8.2008 kl. 20:18

4 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Má vera að það sé aldurinn, en ég uppnefni ekki fólk og ég klíni mér ekki utan í nóbelsskáld. Ég hleyp heldur ekki undan umræðunni með því að ráðast til atlögu á nýjum vígstöðvum þegar staðan þrengist.

Þetta með skoðanir þínar sem þér þykir svo áríðandi að koma á framfæri. Eru þetta skoðanir þínar og ef svo er hvernig komstu að niðurstöðunni? Eins og ég sagði hér áður, þá ertu að setja þarna fram það sem kallast pólitísk rétthugsun.

Ef eitthvað er hjarðhegðun þá er það pólitísk rétthugsun. Hún verður til annars vegar vegna áróðurs og hins vegar vegna ótta. Ótta við að skera sig úr hópnum.

Ragnhildur Kolka, 3.8.2008 kl. 21:05

5 Smámynd: Sigurgeir Orri Sigurgeirsson

Skemmtileg yfirhalning sem þessi vesalings Sigurbjörn fær. Hann þarf að taka sig á í málfræði og stafsetningu, læra umburðarlyndi og sjálfstæða hugsun, átta sig á hjarðeðli sínu og heilt yfir þroskast. Þetta á við um afar marga, ekki síst þá sem telja Bush yfirheimskingja heimskingjasambandsins Bandaríkjanna.

Sigurgeir Orri Sigurgeirsson, 4.8.2008 kl. 16:17

6 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Þú hittir naglann á höfuðið.

Ragnhildur Kolka, 4.8.2008 kl. 17:14

7 Smámynd: Sigurbjörn Friðriksson

Jahérnahérskobara, þá eruð þið skoðanasystkinin og bloggvinirnir komin í sæng saman eina ferðina enn.  Þá gefst ég upp.

Bless!  Björn bóndi  ïJð

Sigurbjörn Friðriksson, 4.8.2008 kl. 18:40

8 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Blessaður Björn bóndi,

Ég vona að það sé ekki glæpur að vera bloggvinur Sigurgeirs Orra. Ég spyr ekki bloggvini mína um skoðanaskýrteini. Þú gætir jafnvel fengið að vera bloggvinur minn ef þú pússaðir svolítið samskiptamynstrið og tækir til þín eitthvað af ráðleggingum SO, eins og t.d. þetta með umburðarlyndið.

Ég er þó ekki frá því að sekt mín sé enn nú meiri, því ef minni mitt er ekki farið að gefa sig, þá held ég að við SO séum líka skólafélagar. Vona þessi uppljóstrun slái þig ekki alveg út af laginu.

Ragnhildur Kolka, 4.8.2008 kl. 21:11

9 Smámynd: Sigurbjörn Friðriksson

Nú dámar mér alveg... SKÓLAFÉLAGAR... ofan á allt hitt!

Mér datt í hug smá ábending frá "Orðabanka Íslenskrar málstöðvar" um vankanta á íslenskri réttritun sem þið skólasystkin hafið ólært saman (skoðanaskýrteini/skoðanaskírteini):

skírteini 
 [sh.] vottorð [sænska] certifikat [danska] certifikat [finnska] todistus [norskt bókmál] sertifikat [enska] certificate [Stjórnsýsluorð ]

Það er þetta með Ý og Í:   "Það er grundvallaratriði að ef þú telur þig á hærra plani en þá sem þú talar niður til að sýna að þú sért sjálfur á hærra plani." Tilvitnun í RK.

Kveðja, Björn bóndi  ïJð

Sigurbjörn Friðriksson, 5.8.2008 kl. 13:17

10 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Líður þér nú ekki pínulítið betur?

Ragnhildur Kolka, 5.8.2008 kl. 13:25

11 Smámynd: Sigurbjörn Friðriksson

Jú - takk!

Kveðja, Björn bóndi  ïJð

Sigurbjörn Friðriksson, 5.8.2008 kl. 13:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ragnhildur Kolka
Ragnhildur Kolka
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband