Leita í fréttum mbl.is

Hvaða 495 milljónir samþykktu Lissabon-sáttmálann?

EU-Írland

Það þarf ekki alltaf að hafa mörg orð um hlutina til að koma merkingu til skila. Stundum dugir eitt orð eins og hér og stundum má jafnvel komast hjá því að segja nokkuð. Þetta fer auðvita eftir því  hvað sagt er og hvaða augum menn líta heiminn í kringum sig.

Stjórnarskrársinnana ESB urðu fyrir miklum skell í síðustu viku eftir að hafa beitt Íra hótunum til að kjósa með sameiningu sambandsins. Svo gersneiddir tengingu við almenning í löndum sínum eru þeir að þeir hafa jafnvel látið sér detta í hug að halda sameiningaráformum sínum til streitu þrátt fyrir að lög sambandsins leyfa ekki slíkt. Heimur þeirra er báknið í Brussel og almenningur í löndum ESB er lítið annað en tölfræði á teikniborði stórveldisdrauma þeirra.

Það sannast best þegar ESB-sinnar eins og t.d. Wolfgang Schauble innanríkisráðherra Þýskalands og  smásílið hér heima Baldur Þórhallsson reyna að bera það á borð fyrir venjulega hugsandi fólk að það bara gangi ekki að örfáir Íradurgar geti stöðvað framrás Evrópumassans. Ákvörðunarréttur Íra er tryggður í þeim sambandslögum sem nú gilda, en verður ekki til staðar ef Lissabon-sáttmálinn verður staðfestur. Því var það síðasti sjens fyrir Íra að spyrna við fótum og allt tal um að "fáeinar milljónir Íra geti ekki tekið ákvörðun fyrir hönd 495 milljónir Evrópumanna" er út í hött.

Það voru nefnilega engar 495 milljónir Evrópubúa sem samþykktu Lissabon-sáttmálann. Vilji almennings var hvarvetna hunsaður. Þingmanna-elítan í þeim löndum sem samþykkt hafa sáttmálann sá um það. Það hefði líka gerst á Írlandi ef elítan á þingi hefði komið vilja sínum fram. En Írar voru eina þjóðin sem ekki gat framselt vald sitt til yfirþjóðlegrar stofnunar án þess að bera það undir landsmenn. Jafnvel Bretar, sem fengu loforð  frá forsætisráðherra sínum um að kosið yrði um málið voru sviknir. Gordon Brown sveik loforð fyrirrennar síns og laumaðist með skottið á milli lappanna til Lissabon eftir að forsvarsmenn hinna þjóðanna höfðu staðfest sáttmálann. Þótt svik hans hafi verið lúaleg sýnir þessi laumuferð hans að hann kunni að skammast sín. Enda eins gott því hann á eftir að þurfa að lifa við þau um ókomna tíð.

Írar tala fyrir sig og þannig á það að vera meðal fullvalda þjóða. Hér heima er harðsnúinn hópur sem gengur hart fram í því að koma fullveldi Íslands í hendur skriffinnanna í Brussel. Megi þeir upplifa skömm Gordons Brown takist þeim ætlunarverkið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ragnhildur Kolka
Ragnhildur Kolka
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband