Leita í fréttum mbl.is

Það er hljótt yfir stuðningsliði Hillary hér á landi

Lokaslagur

 

Það ræðst kannski í kvöld hvort leðjuslagur demókrata heldur áfram eða tekur sér hvíld næstu 4 til 8 árin. En fái Hillary góða kosningu í dag mun slagurinn standa fram að flokksþinginu í sumar og þá geta allir séð hvað lýðræðið vegur létt hjá demókrötum.

Eftir allt það blóð og allan þann svita sem runnið hefur munu það vera ofurkjörmennirnir sem taka hina endanlegu ákvörðun um hver hlýtur hnossið. Það þarf nenilega að hafa svolítið vit fyrir kjósendunum.  Það verður ekki bara frambjóðandinn sem tapar heldur ekki síður kjósendurnir sem töldu sig hafa eitthvað með val á frambjóðandanum að gera sem munu telja sig svikna, þegar 40% vægi ofurkjörmannana valtar yfir hinn lýðræðislega vilja.

Svo maður minnist nú ekki á þann möguleika að fyrir valinu verði einhver sem hefur bara verið að reka sitt trúboð og sóla sig, t.d. í aðdáun Íslendinga, í rólegheitum. Þessi möguleiki er alveg inni í myndinni.

Hvað sem um Hillary Clinton má segja, og það er eitt og annað, þá verður því ekki neitað að hún er hörkutól. Baráttumanneskja fram í fingurgóma. Vissulega hefur henni orðið á í messunni, en þegar horft er til þess hvernig eiginmaður hennar hefur aftur og aftur klúðrað viðtölum og ræðuhöldum, sem áttu að vera henni til stuðnings, læðist að manni sá grunur að annað hvort sé hann meðvitað að bregða fyrir hana fæti eða að hún hafi komið honum þangað sem hann náði. Hún hafi vitið en hann sjarmann. Í þetta sinn hefur Obama sjarmann og aftur situr þá Hillary uppi með vitið.

Líkt og Bill Clinton fær Obama líka strokur fjölmiðlanna. Hillary er hins vegar meðhöndluð af pressunni eins og hver annar sakamaður eða eins og einhver góður maður sagði, eins og repúblikani. Það er nýjung fyrir hana. Stemmningin hér heima, fyrir Hillary, hefur líka fjarað út. Varla á hana minnst þessa dagana, nema til að segja að nú gæti farið að sjá fyrir endann á þessu basli. Þetta er fallvölt veröld.

Á meðan bíður John McCain álengdar og gerir hosur sínar grænar í rólegheitunum fyrir kjósendum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bumba

Sæl frú Kolka. Þetta er búinn að vera ljóti slagurinn og skítkastið að undanförnu milli þessara tveggja kandidata. Einmitt eins og þú segir, Johnny boy bíður átekta og ekki yrði ég hissa þó hann ynni. Með beztu kveðju.

Bumba, 22.4.2008 kl. 22:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ragnhildur Kolka
Ragnhildur Kolka
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband