Leita í fréttum mbl.is

Fagra Ísland - in memorium

Al Gore fékk höfðinglegar móttökur hér á landi um daginn. "Sannleikur" hans var keyptur og gestir stóðu upp og fögnuðu með lófataki.

En í allri orðræðunni vill gleymast að Gore var varaforseti Bandaríkjanna í meira en þrjú ár eftir að Kyoto samkomulagið var gert. Hann var þá í kjöraðstöðu til að hafa áhrif á stefnu þjóðar sinnar í loftslagsmálum. Áhrifamáttur hans þá var ekki meiri en svo að Bill Clinton skrifaði aldrei undir Kyoto bókunina.

En þrátt fyrir að Gore hafi nú innleitt ný trúarbrögð um áhugamál sitt og fjöldinn falli að fótum hans hafa demókratar á Bandaríkjaþingi ekki enn mannað sig upp í að leggja fram frumvarp sem kveður á um takmörkun losunar koltvísýrings, þrátt fyrir meirihluta á þinginu. Þeir leggja meira upp úr að úthúða Bush fyrir að beita sér ekki í þessum málum.

Tvískinnungurinn minnir óneitanlega á orð og gerðir íslenskra umhverfisverndunarsinna. Hástemdar ræður - fögur fyrirheit, en þegar upp er staðið er ekki sjónarmunur á Al Gore og umhverfisráðherra okkar.

Fagra Ísland var jarðsett um daginn og helsti talsmaður þess, Dofri Hermannsson, hafði ekkert Samfylkingunni til málsbóta annað en einhverjar beyglur á staðfestu Steingríms J. Ekki beinlínis reisn yfir loforðapakkanum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ragnhildur Kolka
Ragnhildur Kolka
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband