Leita í fréttum mbl.is

Hver bjargar nú Brunamálastjóra?

 BailoutÞað eru ekki bara ríkisstjórnir landa eins og Grikklands, Írlands og Portúgals sem hafa þurft að leita til sjúkrastofnana fjármálalífsins. Enginn vill lenda á þeirri sjúkrastofnun, en engu að síður hefur fjöldi landa keyrt útaf í fjárlagagerð svo áratugum skiptir, þannig að flestir upplýstir menn kannast orðið við skyndihjálparteymið sem gengur almennt undir heitinu AGS. Ísland er þar ekki undantekning enda ætlaði Ísland að kenna gömlum rekaviðardrumbunum í Cityað tefla djarft og leggja undir sig heiminn. Að endingu varð Ísland þó að að taka á móti björgunarteymi AGS og leggjast undir hnífinn. Með ólund og gífuryrðum en varð að kyngja hortugheitunum og opna bókhald sitt fyrir Óvættinum, því AGS er hátæknispítali heimsins í fjárlagalækningum. Fyrir kemur að meðferðin verður sjúklingnum ofviða svo að hann neyðist til að hafna meðferð. Sagt er að hann kjósi þá frekar að gefa upp öndina en gleypa elexírinn.

Í seinni tíð hefur ESB tekið þátt í hjúkrunarstörfum. Ekki vegna neinnar sérstakrar mannúðar eða samúðar með sjúklingnum heldur vegna þess að ESB hefur orðið uppvíst að vera einn helsti smitberi síðari tíma. Pestin sem dreifst hefur um 17 lönd og smitað víðar kallast evra og þótt hún hafi ekki sýnt nein sjúkdómseinkenni í fyrstu hefur hún reynst, í seinni tíð, sársaukafull og í reynd sjúklingnum bráðdrepandi.

En nú er upp komin sú staða að meinið hefur stökkbreyst og nýtt afbrigði komið fram, þannig að nú er það yfirlæknirinn sjálfur sem þarf að leita sér lækningar. Aldrei þessu vant eru peningar og völd ekki lengur sá gjaldmiðill sem greitt getur götu hans til hins "heilsusamlega" lífs sem hann á að venjast. Milljón dollarar duga ekki til að losa hann við afleiðingar óværunnar sem hrjáð hefur hann og leggur hann nú lágt. Aðeins vinirnir í björgunarsveitunum geta komið honum til hjálpar, það er að segja, ef þeir sjá sér hag í því.

Bail-out

Staðan er hins vegar sú að hvorki AGS eða ESB búa yfir þeirri kraftaverkamixtúru sem komið getur Hr Brunamál aftur í söðulinn, því  NYPD vill gefa honum ormalyf til að losa hann við óværuna. Þó má vera að takist að útskrifa hann að lokum í hjólastól og senda hann heim til eiginkonunnar sem enn trúir á töfralækna. En í framlínu björgunarsveitanna fer hann tæpast aftur. Og tæpast mun hann velta Sarkozy úr sessi, sem af mikilli rausn ætlar nú að skenkja þjóð sinni erfðaprins(essu) að konunga sið.  

Í faðmi skilningsríkrar eiginkonu mun Hr Brunamál hafa nægan tíma til að tileinkað sér orð Jack Lemmon í Irma la Douce "I am just half a man", hvort sem það verður honum til huggunar eða ekki.

Myndir: www.townhall.com

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ragnhildur Kolka
Ragnhildur Kolka
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband