Leita í fréttum mbl.is

Fyrirsjáanleiki vinstri viðhorfanna

Vinstri viðhorf

Vinstri viðhorfin eru alls staðar eins. Ef við setjum Davíð Oddsson í stað Palin, Heimssýn í stað Teboðsins og Sjálfstæðisflokkinn í stað hægri stefnu má yfirfæra þessa mynd á Ísland. Sumir mundu kalla þetta þráhyggju, aðrir þröngsýni en líklega falla þessar skoðanir bara undir forheimskaða tækifærismennsku sem fer reglulega um heimsbyggðina eins og hver önnur Asíu-flensa. Hér á landi betur þekkt þekkt sem Davíðs Oddsonar heilkennið.

Og ekki breytast viðhorfin þegar kemur að náttúrulegum hamförum. Vinstri menn hafa alltaf sömu svörin og þau eru nú holdgerð í Steingrími Joð sem manna auðveldast á með að snarsnúast á meiningunni, sbr. ESB aðlögunina og AGS afstöðuna. Breytingar á veðurfari, sem þekkst hafa í gegnum aldirnar segja þeir nú vera á ábyrgð Vesturlandabúa sem bruðli með orku. HLÝNUN af mannavöldum heitir það í dag, þó að fyrir nokkrum árum hafi vitringarnir (sic) spáð okkur FIMBULVETRI.  Hvert sem ástandið er þá er það alltaf af okkar völdum.

Its a "no-win situation", en alltaf fyrirsjáanleg.

 

Mynd: www.townhall.com

Viðbót dagsins 17.01.2011.   Einhver lesandi síðu minnar var svo vænn að senda mér link inn á visir.is sem tengist beint og styður fullyrðingu mína um DO heilkennið. Og eins og sést þá eru sumir sjúkdómar einfaldlega ólæknandi. Alltaf vel þegið að fá stuðning við staðhæfingar sínar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Baldursson

Heyr heyr !

Umfjöllunin um Teboðið í íslenskum fjölmiðlum endurspeglar enn og aftur ískyggilega þröngsýni þeirra vinstri afla sem þar ráða ferðum.

Þvert á móti væri það afskaplega gagnleg rýni að skoða hvað þau hafa að segja og máta það sem máta má á íslenskt samfélag. Samneysla og skattar er ekki svarið við þróun á Íslandi. Ræðum í það minnsta hugmyndir Teboðsfólksins. Niðurstaðan verður örugglega ekki sú sama fyrir Ísland, en umræðan gæti reynst okkur fræ að hugsun sem færir okkur nær betra samfélagi, samfélagi fyrir alla íslendinga.

Haraldur Baldursson, 16.1.2011 kl. 19:04

2 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Satt segir þú, Haraldur. Ísland verður seint borið saman við BNA og því síður teboðshreyfinguna. Við höfum þróast í átt að Norðurlöndum hvað samneyslu varðar og skattar eru hér að verða skelfilegir.

Teboðið vill minni ríkisafskipti og þar með skatta. Teboðið vill hlut einstaklingsins í eigin ákvörðunum meiri. Og ekki undrar það mig eftir að hafa lesið bókina hér til hægri: The Nanny State. Boð og bönn að ofan hafa náð ógnvænlegum hæðum í BNA. Meira en mann gæti grunað og í ríkjum eins og CA, NY og Ill þar sem demókratar hafa ráðið lögum og lofum áratugum saman er ástandið verst. Enda öll þessi ríki á barmi gjaldþrots.

Teboðið vill taka líf sitt til baka, bera ábyrgð á því án Stóra Bróður andandi niður um hálsmálið.

Skattar og ríkisafskipti eiga að vera í umræðunni í dag, því límsæt vinstristjórn, Lýðheilsustöð og Maddama Storgaard eru í sameiningu að taka yfir líf okkar.

.

Ragnhildur Kolka, 16.1.2011 kl. 19:56

3 Smámynd: Haraldur Baldursson

Hlæjandi, en hjartanlega sammála....

Haraldur Baldursson, 16.1.2011 kl. 22:26

4 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Takk fyrir teið Ragnhildur!

Gunnar Rögnvaldsson, 16.1.2011 kl. 23:28

5 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Haraldur og Gunnar, þakka ykkur fyrir innlitið.

Ragnhildur Kolka, 17.1.2011 kl. 08:25

6 Smámynd: Haraldur Baldursson

Ávalt ánægjulegt...ég verð að fara að kynna mér betur þessar bækur hérna hægra megin við færslurnar. Áhugavert að fá ábendingar um gersemar, sem annars kæmust undan athygli.

Haraldur Baldursson, 17.1.2011 kl. 22:18

7 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Blessaður Haraldur, ég get líka mælt með bókinni The Big Sort, sem fjallar um pólariseringu í bandarískum stjórnmálum. Áhugavert að sjá hvernig fólk dregst saman eftir pólitískum skoðunum, efnahag eða trúhneigð. Of mikil einsleitni í skoðunum er engum holl.

Þetta ætti ég að vita eftir að hafa unnið í ríkisgeiranum í meira en 30 ár. Þá áttar maður sig á hvers vegna atvinnuleysið er því sem næst allt á almenna markaðnum. Steingrímur og Jóhanna hafa staðið dyggan vörð um ríkisbánkið því þar eru kjósendur þeirra samankomnir en masse

Ragnhildur Kolka, 17.1.2011 kl. 22:59

8 Smámynd: Gústaf Níelsson

Og ekki má gleyma Silvio Berlusconi-heilkenninu. Vinstrimenn væru illa settir hefðu þeir hann ekki til að berja á.

Gústaf Níelsson, 19.1.2011 kl. 20:56

9 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Satt segir þú Gústaf. Berlusconi er þeim sérstaklega mikilvægur núna eftir að George W Bush hvarf af sjónarsviðinu.

Hef stundum velt fyrir mér hvort þessi obsessíva hópþörf á að hatast við einstaklinga geti verið líffræðileg.

Hugsanlega skortur á nauðsynlegum taugaboðefnum?

Ragnhildur Kolka, 19.1.2011 kl. 23:08

10 Smámynd: Elle_

Merkilegt hvað tekst að kenna einum manni um alla hluti.  Og sakleysið lekur af ICESAVE-STJÓRNINNI.  En Gunnar, ertu nokkuð búinn með allt teið?

Elle_, 28.1.2011 kl. 23:39

11 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Nob. 


Brewing, brewing, brewing .. ;)

Gunnar Rögnvaldsson, 28.1.2011 kl. 23:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ragnhildur Kolka
Ragnhildur Kolka
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband