Leita í fréttum mbl.is

Vinstri grænt sprell

Öflugur VG fundur í ReykjanesbæÞessi skemmtilega mynd birtist í Víkurfréttum í fyrrahaust undir fyrirsögninni "Öflugur VG fundur í Reykjanesbæ" (þessi fyrirsögn kallar á rauðan lit). Auk frummælenda mættu á fundinn 20 karlar og þessi iðjusama kona. Mikill hugur var í mönnum; Ísland sjálfbært með orku, loforð upp á 1000-1500 störf frá Steingrími, sem lengdi þar með nef sitt um nokkra sentímetra, á næstu þremur árum (nú ári síðar næstu tveimur árum)  og svo auðvitað lífleg umræða um að rífandi gangur væri í hátækni og gagnavinnslumálum á svæðinu. Menn voru styrktir í andstöðu sinni við álver sem almennt voru talin af hinu illa og að sjálfsögðu var hið ómissandi sjálfsstyrkingarnámskeið til staðar, þ.s. reiði fundarmanna var beint í "farveg" gegn Sjálfstæðisflokknum. Fegurð og fjölbreytni Reykjanesskaga var rómuð og fundarmenn beðnir að minnast þess að þrátt fyrir að "Það sé dapurlegt að horfa upp á hve margir eru atvinnulausir, [þá sé] enginn þeirra .. þó atvinnulaus vegna ákvörðunar umhverfisráðherra". 

Fundurinn var haldinn um það leyti sem Magma energy var að lýsa áhuga á að kaupa upp það sem eftir stæði af orkufyrirtækinu HS orku. Vf minnist ekki i á að Magma hafi verið til umræðu á fundinum. 

Skyldu fundarmennirnir 20 á þessum öfluga (sic) fundi enn vera sammála þessum áherslum sem forustan hafði  á orku og atvinnumálum Suðurnesjamanna?

Það verður ekki annað sagt en að þeir hjá Vg eru alltaf jafn spaugsamir. Nú keppast þeir við að hóta stjórnarslitum hver í kapp við annan, Guðfríður Lilja, Þuríður B og Atli G komin á blað. Vitandi að komi þetta mál til kasta Alþingis þá munu allir ábyrgir þingmenn greiða atkvæði gegn riftunartillögu. Skera Vg þar með niður úr snörunni eins og sagt er.

Ef þeir meina eitthvað með hótunum sínum þá slíta þeir stjórnarsambandinu, en ef þeir eru bara í enn einum pólitíska hráskinnaleiknum láta þeir málið fara til Alþingis, þ.s. þeir verða dregnir að landi.

Það verður fróðlegt að sjá hvort kjósendur þeirra kaupa þessa sýndarhugsjón enn einu sinni. Margir þeirra átta sig nú þegar á að það er ekki aðeins í Icesave og ESB-málinu sem forustan hefur brugðist. Málin hrannast upp og Magma er bara enn eitt dæmið.

Árarnir sem Vg glímir við eru óteljandi. Nú eru það ekki álversskrattar sem eru á dagsskrá (þeir bíða handan hornsins) heldur Kanadadjöflar sem ætla að rýja okkur inn að skinninu. 

Vg þarf að átta sig á að hugsjónir tiltölulega fárra einstaklinga eru ekki heppilegt veganesti inn í ríkisstjórn sem þarf að hugsa um heildina og taka óþægilegar ákvarðanir.

 

Mynd:  www.vf.is/Adsent/42096/default.aspx

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ragnhildur Kolka
Ragnhildur Kolka
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband