Leita í fréttum mbl.is

Ríkisstjórnin fordæmir ....

Og rauður loginn brannÞar kom að því að ríkisstjórnin tók eftir því að árásir á einkalíf fólks hafa verið að eiga sér stað undanfarið. Það var þó ekki fyrr en núna þegar "einn af oss" verður fyrir svefntruflunum sem ríkisstjórnin tekur við sér og lýsir fordæmingu á athæfið "skilyrðislaust og með skýrum hætti". Svona skýlaus yfirlýsing frá ríkisstjórn Jóhönnu hlýtur að verðskulda fánadag í það minnsta.

Til að breiða yfir þagnarsamþykki sitt með ofbeldisverkunum sem átt hafa sér stað undanfarna mánuði er Rannveig Rist dregin með inn fyrir varnargirðinguna. Það lætur líklega betur í eyrum hræsnaranna en að lýsa yfir friðhelgi dómsmálaráðherrans einann og sér.

Rannveig Rist, Ragna Árnadóttir og allir aðrir borgarar  þessa lands (jafnvel útrásarvíkingar) eiga skilyrðislausan rétt til verndar sínu einkalífi gegn ofbeldisverkum og skrílslátum. Hefði þessi ríkisstjórn sómatilfinningu og væri hún starfi sínu vaxin þyrfti hún ekki að gefa út svona aumkunarverða yfirlýsingu.

Svo má spyrja hvort Álfheiður Ingadóttir hafi verið heima með flensu og misst af ríkisstjórnarfundinum í dag?

 

Mynd: www.dv.is


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Baldur Hermannsson

Frábær pistill eins og þín var von og vísa. Þetta fólk er svo auvirðilegt að engu tali tekur.

Baldur Hermannsson, 21.10.2009 kl. 13:31

2 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Þú ert búin að loka blogginu þínu og því sendi ég þér kveðju hér og vona að þú náir að afgreiða haustverkin fyrr en síðar.

Ragnhildur Kolka, 23.10.2009 kl. 18:46

3 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Hey heyr Ragnhildur !!

Fyrsta og frómasta hlutverk ríkja (ríkisstjórna) er að vernda líf, limi og eigur þegnanna.

Í raun er þetta kannski það eina hlutverk sem ríkisstjórnir ættu að hafa. Lög & regla. Þetta er algert grundvallarhlutverk ríkisstjórna. Allt hitt geta þegnarnir komið sér saman um sjálfir og gert sjálfir ef svo ber við - og oft gert það miklu betur en hið opinbera gerir núna.

En margar evrópskar velferðar-ríkisstjórnir eru búnar að gleyma þessum upphaflega tilgangi ríkisins. Þær sólunda peningunum í flest annað til þess að ríkisstjórarnir séu kosnar aftur.

Lögregla, dómstólar, vatn, holræsi og samgöngur og grunnmenntun eru þeir hlutir sem skapa restina af þjóðfélaginu. Þetta eru kallaðir grunn innviðir samfélaga og það eru þeir sem munu ráða úrslitum um velgengni hagkerfa = velmegun (sem er ekki það sama og velverð)

Af öllum ríkjum OECD eru það Bandaríkin sem eyða mest í þessa grundvallarforsendur þjóðfélagsins (Core Government Expenditures)

(1) public order and safety

(2) national defense

(3) education

(4) transportation and communication. 

Fyrst Ísland eyðir ekki 2-3% af VLF í íslenska herinn (sem er ekki til en ætti auðvitað að vera til), þá ættu þeir í það minnsta að hafa góða og öfluga LÖGREGLU ! Annað er aumingjaskapur.

THE SIZE AND FUNCTIONS OF GOVERNMENT AND ECONOMIC GROWTH 

Gunnar Rögnvaldsson, 24.10.2009 kl. 20:48

4 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Gunnar, þú bendir á að:

Fyrsta og frómasta hlutverk ríkja (ríkisstjórna) er að vernda líf, limi og eigur þegnanna.

Það er gott og blessað, en þegar ríkisstjónin situr í skjóli ofbeldisafla þá er ekki von til að vernd þegnanna nái hátt á aðgerðalistanum.

En þakka þér innlitið.

Ragnhildur Kolka, 24.10.2009 kl. 21:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ragnhildur Kolka
Ragnhildur Kolka
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband