Leita í fréttum mbl.is

Þjóðerniskennd, my a..*

Ótrúleg bíræfni af Baldri Þórhallssyni að halda því fram að andstaða við ESB aðild sé tilkomin vegna hrunsins. Það hafi kallað fram einhverja misskilda þjóðerniskennd hjá landsmönnum.

Í öngþveitinu síðast liðin vetur missti fólk móðinn um stund og vildi þá halla sér að hinum "sterka". Samfylkingunni tókst með ótrúlegri hörku og þrautseigju að knýja fram samþykkt um aðildarumsóknarferli, sem leiddi í ljós að Samfylkingin gat ekki sýnt fram á hvernig ESB ætti að gagnast okkur. Eins og okkur standi til boða að leggjast til hvílu í hinn allt umvefjandi faðm ESB án þess að greiða gjald fyrir.

Icesave umræðan öll sýndi svo ekki var um villst að ESB er ekki neinn bjargvættur fyrir smáþjóðir; hvorki þær sem starfa innan eða utan sambandsins. Að "frændþjóðir okkar" skuli svo láta þetta spillta kúgunarbandalag sýna okkur fingurinn svo ekki sé talað um AGS réði svo úrslitum. Augu fólksins opnuðust.

Við erum ekki svo heimsk að við áttum okkur ekki á afarkostunum sem ESB telur við hæfi að bjóða okkur upp á.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Já það er alveg ótrúlegt að einhver skuli halda svona fáránleika fram. Þetta ætti einmitt að vera öfugt. Þeir einu sem misskilja flest í sambandi við ESB er Samfylkingar-elítan og margir ESB-sinnar hist og pist í regnboganum - og varla er hægt að núa þjóðerniskennd þeim um nasir. En þetta passar samt ágætlega: sósíal-demó-kratar halda nefnilega alltaf að allt fólk sé fífl og að þeir þurfi því að hugsa fyrir það

Gunnar Rögnvaldsson, 16.9.2009 kl. 22:16

2 Smámynd: Ragnhildur Kolka

þakka innlitið Gunnar:  Sósíal-demó-kratar gerðu betur í að reyna að átta sig á viðhorfi venjulegs fólks til þessara mála, í stað þess að hjakka sífellt í fari uppgjafar hugsunar.

Ragnhildur Kolka, 16.9.2009 kl. 22:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ragnhildur Kolka
Ragnhildur Kolka
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband