Leita í fréttum mbl.is

Gríman fellur

Línurnar eru að skýrast. Össur flengist um heiminn og safnar undirskriftum EU ráðherranna til stuðnings við aðildarumsókn Íslands að ástarbandalaginu, ESB. Enginn kippir sér sérstaklega upp við óheilindi Össurar, blettirnir á tungu hans segja sína sögu og hana erum við farin að þekkja nokkuð vel. Á meðan er Steingrímur Joð hér heima að fella grímuna. Maðurinn sem að eigin sögn er heiðarleikinn holdíklæddur hefur nú í hverju málinu á fætur öðru umpólast og þar með svikið bæði kjósendur Vg svo vel sem hugsjónir flokksins. En hvað gera menn ekki fyrir ráðherrastólinn? Er fullveldi Íslands merkilegra en hann?

grímulausÁrum saman hefur SteinGrímur ásakað andstæðinga sína um að hanga á völdunum. Nú kemur í ljós að límið sem heldur honum á ráðherrastólnum er lygin sem breytist frá degi til dags. Hörðustu fótgönguliðar flokksins eru nánast hættir að blogga því þeir vita ekki nema dagskipun foringjans hafi breyst meðan þeir söðluðu tölvufákinn. Þingmenn Vg fá nú að finna fyrir hnefanum sem Grímur í stjórnarandstöðu steytti áður framan í Björn Bjarnason og lét dynja á þáverandi forsætisráðherra. Atkvæði þeirra skulu nú greidd fjármálaráðherra, samviskuna geta þeir skilið eftir heima. En það gera þeir auðvitað á eigin ábyrgð.

Lygavefurinn sem félagarnir, Össur og Grímur grímulausi, hafa spunnið er nú allur að rakna. Það eru ekki margir sem klappa fyrir þeim núna, en í samsekt geta þeir lagt sína höndina hvor til verksins. "Snilldarverk" gamla refsins Gestssonar reynist aðgangsmiðinn sem mun senda okkur á hnjánum inn í Evrópusambandið. Afsakanir Gríms grímulausa á þingi hafa nú sýnt sig að vera lítilmótlegar lygar; enginn bindandi samningur hafði verið gerður við Hollendinga í haust. Minnisblaðið sem Grímur grímulausi veifaði framan í þingheim á föstudag var afrakstu vinnu félaga Össurar; marklaust plagg eins og orðin sem frá honum koma. Það tók ekki langan tíma að sýna fram á að félagarnir í landsöluliðinu höfðu ekki haft fyrir því að prófarkalesa handritið sem þeir buðu þjóðinni uppá.

Grímur Gosi: Þetta var arfur fortíðar, við stóðum frammi fyrir gerðum hlut. Fyrri ríkisstjórn hafði samið við Hollendinga um afarkjör (Gosi veifar minnisblaði) og það tók alla okkar snilld að ná þessum frábæra samningi. Við vildum ekki vera vondir við Brown því hann stendur í stórræðum heima og það hefði verið lúalegt af okkur að koma illa fram við hann. Fyrir nú utan að þá hefði hann getað dregið tilbaka loforð um stuðning í aðildarviðræðunum. Samfylkingin hefði aldrei getað samþykkt það. (Mjúkur ánægjukliður frá Samfylkingunni fer um þingsal, en þingmenn Vg sitja hnípnir og horfa í gaupnir sér).

Félagi Össur vitnar: Ég hef líka staðið í ströngu. (Klapp berst úr sætum Samfylkingarinnar) Öllum stundum hef ég vakað yfir landi og þjóð til að hindra ófétin í Sjálfstæðisflokknum frá að gera fleiri landsölusamninga á borð við þennan sem gerður var við Hollendinga í október. 

Heimur leikhússins er heimur opinberunar. Áhorfendur eru ekki blekktir að eilífu. Því fór það svo að þegar nýir leikendur (sem gleymst hafði að skrifa inn í handritið) fengu seint og um síðir að stíga á sviðið hrundi "skáldskapurinn" og langt nefið á Gosa varð öllum sýnilegt. Eins og venjan er um öll leikverk vita áhorfendur að sýndin er ekki reyndin. Minnisblaðið reyndist vera verk utanríkisráðherra ( í afleysingu) frá því í október síðast liðið haust. Sá ráðherra ku hafa heitið Össur Skarphéðinsson, "stuntman" ISG með gullfiskaminni og núverandi ljúgvitni Gosa. Félagi Össur lét líka hjá líða að geta þess í vitnisburði að minnisblaðið, sem Gosi veifaði svo glaðbeittur, var aldrei staðfest; hvorki af ríkisstjórn né Alþingi. Gosi stóð því aldrei frammi fyrir gerðum hlut og "snilldarverkið" hefur nú verið opinberað fyrir það sem það er; aðgöngumiði sitjandi ríkisstjórnar Íslands að Evrópusambandinu í boði Samfylkingar og Vinstri grænna.

Þingmenn Vg þurfa að gera það upp við sig hvort þeir ætla að taka þátt í leikritinu sem þegar erIcesave-A.Scales fallið eins og gríman af Grími eða hvort þeir ætla að standa með kjósendum sínum og ÞJÓÐINNI. Eitt mega þeir vita og það er að unga fólkið sem nú yfirgefur landið í leit að atvinnu mun ekki snúa aftur til að taka á sig IceSave skuldbindingar Gríms Gosa. 

 

 

Mynd 1: www.geocities.com

Mynd 2: A.Scales/Landsbankinn


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ragnhildur Kolka
Ragnhildur Kolka
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband