Leita í fréttum mbl.is

Er það hveitið eða er það krónan?

Verðmyndun hveitis, korns og olíu á heimsmarkaði er nú komið undir það sem það var í ársbyrjun 2008 og það hefur lækkað um 52% frá því það var hæst í júlí lok. Þessi hækkun tengist því beint gengisþróuninni og lækkun krónunnar, rétt eins og olíuverðið. Það eru hins vegar blikur á lofti í fyrirsjáanlegri framtíð vegna væntanlegs uppskerubrests víða í heiminum. Sú skýring kemur eldri Íslendingum ekki á óvart, því á árum áður fengum við iðulega að heyra að kaffið á Íslandi væri dýrt vegna eilífra vandræða með uppskeruna í Honduras.

Neytendasamtökin þurfa að vera vakandi fyrir gengi krónunnar þegar hún styrkist (vonandi) eftir að hún fer aftur á flot. Það gagnast neytendum ekkert að vita að vörur hækki nema hægt sé að sýna fram á í hverju hækkunin felst. Í augnablikinu er það gengi krónunnar.


mbl.is Hveiti hækkar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Ásgeir Gunnarsson

Það ekki enþá komið í það sem var fyrir 2 árum

Við bændur höfum bara séð hækkanir og þar er það gengið

2006 borgaði ég 16500 fyrir tonnið af hveiti en núna 38000

Gunnar Ásgeir Gunnarsson, 20.11.2008 kl. 00:54

2 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Það eru margir þættir sem stuðla að verðmyndun. Umræðan hér og verðkannanir Neytendasamtaka ganga allar út á samkeppni innanlands án þess þó að skila neinu nema úlfúð og ergelsi í garð smávörukaupmanna, því kannanirnar eru gerðar m.t.t. stykkjavöru út úr búð og utanaðkomandi áhrif helst ekki nefnd á nafn. 

En smávöruverslun á Íslandi ber sig ekki ef hún selur undir heimsmarkaðsverði og hún verður að greiða fyrir sín innkaup á því gegni sem býðst hverju sinni. Með þetta bak við eyrað ber síðan neytendum að gera sér grein fyrir álagningunni. Kostnaðarvitund Íslendinga er ekki mjög þroskuð.

Hveiti, korn og olía eru grunnvörur. Það má fylgjast með verðmyndun þessa varnings á Bloomberg vefnum. Ef verðkannanir eiga að gagnast mönnum og ef efling neytendavitundar er markmið, þá þarf að gera fólki grein fyrir hvernig verðmyndun verður til. Í árferð eins og núna ríkir er það veiking krónunnar sem spilar stærsta hlutverkið. Hækkun heimsmarkaðsverð réði ástandinu þar áður. Nú fer það lækkandi og ef við náum niður verðbólgunni þá má vonast til að jöfnuður komist á aftur. Þá geta Neytendasamtökin aftur farið að bera saman mjólkurpottinn og brauðin í Klukkunum, Krónunum og Bónusunum.

Þú og bændur almennt og að endingu við neytendur höfum þurft að þola það sem á okkur hefur verið lagt. Þessi hækkun sem þú minnist á var ekki vegna uppskerubrests heldur afleiðing hugsjónabaráttu sem upphófst þegar menn ákváðu að bjarga heiminum með því að brenna etanóli. Nú er sú blaðra sprungin. Neikvæðu áhrifin yfirþyrmandi og kreppan sér svo um afganginn.

Ragnhildur Kolka, 20.11.2008 kl. 13:22

3 Smámynd: Sigurgeir Orri Sigurgeirsson

Spáðu í því ef þessi króna væri ekki að þvælast fyrir! Þá væri miklu meira gagnsæi í verðmyndun. Þá værum við fyrst að tala saman.

Sigurgeir Orri Sigurgeirsson, 20.11.2008 kl. 23:54

4 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Já, þá væri einum óvissuþætti vikið til hliðar. Gunnar í tilveran-í-ESB bendir á að um 70% heimsviðskipta fari fram í dollurum. Eigum við ekki bara að stefna hátt.

Ragnhildur Kolka, 21.11.2008 kl. 12:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ragnhildur Kolka
Ragnhildur Kolka
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband