Leita í fréttum mbl.is

Stór maður stækkar

Það er vel hægt að hafa samúð með Þorsteini Má. Eflaust hefur þessi ákvörðun ekki verið tekin án tára. En það er tími til kominn að menn átti sig á að þau fjörbrot sem átt hafa sér stað síðustu viku verða að taka enda. Staðan er of alvarleg til að hægt sé að leggjast í stríðsrekstur gegn íslenska ríkinu - eða þeim sem standa þar í víglínunni.

Miðað við menntun og störf hefði það líka átt að vera Gylfa Magnússyni ljóst.


mbl.is Hvetur hluthafa Glitnis til að samþykkja tilboð ríkisins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: corvus corax

Þorsteinn Már hefur alltaf verið ofurmenni á sviði drengskapar og hann hefur gríðarlega sterka réttlætiskennd sem jafnvel hefur orðið honum til trafala á stundum. Hann er hins vegar mikill skaphundur og eini maðurinn sem ég veit um sem hefur þurft að fylgjast með handboltaleik undir eftirliti lögreglu vegna skapríkis enda sjálfur frábær handboltamaður á sínum tíma.

corvus corax, 3.10.2008 kl. 15:56

2 Smámynd: Sigurgeir Orri Sigurgeirsson

Aldrei vitað önnur eins umskipti hjá einum manni. Það er etv. að renna upp fyrir honum hver raunveruleg staða mála er.

Sigurgeir Orri Sigurgeirsson, 3.10.2008 kl. 23:35

3 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Það sáu það allir sem vildu að ÞM var í miklu uppnámi þegar Kastljóssviðtalið var tekið. ; ósofinn og kröftum þrotinn. Björgunaraðgerðirnar báru ekki þann árangur sem að hafði verið stefnt (með réttu eða röngu) og eignirnar orðnar að engu.

Ég tel að hann sýni stærð sína þegar hann hafnar þátttöku í leðjuslag Jóns Ásgeirs og tekur einu ábyrgu afstöðuna sem í stöðunni er að finna.

Ragnhildur Kolka, 4.10.2008 kl. 08:46

4 Smámynd: Ragnhildur Ingunn Jónsdóttir

Ég er alveg sammála, fólk verður að standa saman og styðja ríkisstjórnina. Þar er fólkið sem allt veltur á og það gerir sér fulla grein fyrir því. Það þarf sinn tíma til að finna lausnina sem er best á þessu fyrir okkur öll og til þess að gera það þarf það tíma og frið. Neikvæðni og aðdróttanir hjálpa ekkert heldur gerir þetta ennþá leiðinlegra en þetta er, sem er btw ansi slæmt.

Ragnhildur Ingunn Jónsdóttir, 4.10.2008 kl. 13:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ragnhildur Kolka
Ragnhildur Kolka
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband