Leita í fréttum mbl.is

Sú gamla kemur i heimsókn, eða hvað?

Þeir sem horfðu á tíufréttir á RÚV í gær átta sig á því að Obama botnar ekki í djúpulauginni.

Hann kunni vel við sig í sviðsljósinu þegar allt gekk að óskum og tók sig vel út við sigursúluna í Berlín, en nú er komið bakslag og hann er ráðþrota. Nú hefur slímmaskína demókrataflokksins undir stjórn Howards Dean tekið stjórnina í sínar hendur og Obama fótar sig ekki lengur.

Sigur Obama yfir Hillary var grimmur og þar var ýmsum brögðum beitt, en í þeim leðjuslag stóð hann á hliðarlínunni. Nú þarf hann að taka virkan þátt og þá kemur í ljós að hann lætur ýta sér út í hluti sem hann ræður ekki við. Það er honum ekki til tekna og gefur ekki góða mynd af karakter hans. Ef hann hefði karakter og styrk hefði aldrei komið til þessa skítkasts af hálfu framboðs hans.

Örvænting demókrata er orðin áþreifanleg. Í gær lýsti Biden því yfir á kosningafundi að "líklega hefði Hillary verið betri kostur en hann sjálfur". Þessi yfirlýsing sýnir uppgjöf og hljómar eins og undanfari þess að Biden verði skipt út fyrir Hillary? Aftursætisbílstjórann sem Obama vildi fyrir alla muni forðast.

Það var fyrirséð eftir að Palin kom inn í myndina að nú myndi reyna á einstaklingana og því tímabært að þetta kæmi í ljós. Bandaríska þjóðin vill forseta sem getur tekið á þeim málum sem inn á hans borð koma, hún vill ekki hræddan lítinn strák sem fyllist ótta þegar stelpa úr útnáranum kemur í bæinn og skekur hnefann framan í hann.

Valið á Biden var stærsta ákvörðun Obama til þessa. Og hann klúðraði henni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ragnhildur Kolka
Ragnhildur Kolka
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband