Leita í fréttum mbl.is

Áhorfshyllin, skipti hún máli? Já, í Bandaríkjunum.

Mogginn hefði mátt leggja meiri vinnu í þessa frétt. Eyjan var með umfjöllunina um afstöðu Opruh fyrir helgi og þessi frétt er ekki að bæta neinu við. Það hefði mátt fjalla um þær þúsindir athugasemda sem Oprah hefur fengið frá konum sem fram til þessa hafa verið dyggir áhorfendur að þáttum hennar og dáðst að dugnaði hennar. Konur hafa ekki andmælt stuðningi Opruh við Obama, en núna finnst þeim þær sviknar; sérstaða Söru Palin er slík.

Þessi ákvörðun Opruh getur orðið henni dýrkeypt. Hún hefur slík völd að geta ráðið hverjir koma fram í þáttum hennar, en þættir hennar ganga bara meðan þeir hafa áhorf. Ef hún telur að stuðningur hennar við Obama sé dýrmætari en áhorfendurnir þá feilreiknar hún sig.

Þessu tengt og í tilefni þess að Mogginn er búin að uppgötva Drudge, þá má benda á að þar kemur fram að helsti pólitíski fréttaskýrandi kapalstöðvarinnar MSNBC, Keith Olbermann hefur nú verið sendur í leit að dreggjum fellibylsins Gustavs og aðstoðarmaðurinn, Chris Mathews þessi sem fékk gæsahúð á lappirnar af hrifningu þegar hann hlustaði á ræðusnilld Obama, er núna að sópa gólfin í höfuðstöðvunum. Hvers vegna lentu þeir í ónáð, þeir fóru offari í að hygla Obama á kostnað McCain í fréttaskýringunum.

Pólitíski hallinn í fréttaflutningi þeirra varð öllumljós meðan á Evrópureisu Obama stóð. Síðan þá hefur gagnrýnin orðið svo hávær að stjórnendur stöðvarinnar sáu sér ekki fært annað en að kippa þeim úr umferð. Oprah er kannski drottning í dag en hún ætti að íhuga að tilvist hennar er undir áhorfi komin.   


mbl.is Oprah vill ekki Söruh Palin í þátt sinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurgeir Orri Sigurgeirsson

Það verður spennandi að fylgjast með kosningunum.

Sigurgeir Orri Sigurgeirsson, 8.9.2008 kl. 21:35

2 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Já, það verður spennandi. Eins og það leit út í ágúst var kjósendum ekki boðið upp á annað en narkisistíska upphafningu Obama. Nú á McCain sjens og keppnin sem er framundan mun reyna á báða. Það verður fróðlegt að sjá hvað úr því kemur.

Ragnhildur Kolka, 8.9.2008 kl. 22:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ragnhildur Kolka
Ragnhildur Kolka
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband