Leita í fréttum mbl.is

Hefði Ingibjörg ekki bara átt að sitja heima?

Brottförin

Aðalritari NATO, Jaap de Hoop Scheffer segir að "business as usual" verði ekki á dagskrá varðandi NATO-Rússlands samstarfið dragi Rússar sig ekki út úr Georgíu. Þetta er útkoman eftir utanríkisráðherrafundinn í dag. Ekki stór yfirlýsing þegar litið er til þess að bæði Frakkar og Þjóðverjar draga lappirnar hvað varðar aðgerðir. Margir stórir karlar (auk Ingibjargar og Condi auðvitað) en niðurstaða  er að það megi ekki styggja Rússa, því þá gætu þeir hætt við að draga herlið sitt til baka. Já, þær bera mikinn þunga þessar undirskriftir nú til dags.

Ingibjörg hefði gert betur með að spara sér ferðina enda ekki víst að nokkur maður hefði saknað hennar. Myndskeið Moggans ber það, í það minnsta, með sér.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Mér sýnist á öllu að Ingibjörg sleppi aldri úr ferð. Er svona leiðinlegt á Íslandi?

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 19.8.2008 kl. 15:51

2 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Brussel heillar, það sama á víst við um New York, Teheran, Timbuktú og Togo.

Ragnhildur Kolka, 19.8.2008 kl. 16:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ragnhildur Kolka
Ragnhildur Kolka
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband