Leita í fréttum mbl.is

Kornið sem varð að sekk

Minnihlutinn í Reykjavíkurborg hefur fundið leiðina til að kalla fram múgæsingu. Þeim hefur tekist að skap þannig andrúmsloft að ekki þarf annað en að slengja fram einhverjum órökstuddum fullyrðingum og þá missa menn ráð og rænu. Múgæsing grípur um sig. "Ofurlaun" Jakobs F. voru blásin út af fúlum borgarfulltrúum og símalínur starfsmannafélags borgarinnar glóðu. "Þetta var kornið sem fyllti mælinn" var haft eftir talsmanni skrifstofunnar. Þó eru 50 starfsmenn á hærri launum en Jakob og 20 með yfir 950 þúsund. Launakjör sem R-listinn kom á til að "jafna launin". Er þetta korn ekki að verða að kornsekk? 

Ætli fréttamönnum  finnist það eins fréttnæmt að 50 bargarstarfsmenn eru með hærri laun en Jakob? Eins mætti spyrja hvort þessir 50 hafi verið meðal þeirra sem hringdu inn til að láta í ljós vanþóknun sína?

Næst þegar Dagur B. og Svandís taka andköf af hneykslun ætti fólk kannsi að staldra við áður en það lætur gera sig að fíflum.    


mbl.is 20 borgarstarfsmenn með yfir 950 þúsund krónur á mánuði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ragnhildur Kolka
Ragnhildur Kolka
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband