Leita í fréttum mbl.is

BBC í bobba

“There is a tendency to 'group think’ with too many staff inhabiting a shared space and comfort zone.”

 Þessi umsögn minnir óneitanlega á viðtal sem Morgunblaðið tók við Hildi Bjarnadóttur fréttamann á RÚV við starfslok. Skemmtilega hreinskilið viðtal þar sem Hildur staðfesti að inni á fréttastofunni hefðu menn bara hjúfrað sig saman í einsemd og tekið sér sjálfdæmi um hvað og hvernig fréttir væru matreiddar. Til að það geti gengið upp þurfa menn líka að vera einróma. Með ummælum sínum staðfesti Hildur að allt sem hægri menn í stjórnmalum á Íslandi hafa sagt um slagsíðuna hjá Ríkisútvarpinu var rétt.

Umsögnin hér að ofan er niðurstaða skýrslu nefndar sem fjallar um hlutdrægni hjá hinni "virtu" fréttastofu BBC. Fyrst BBC féll í gryfjuna gætu þá ekki smáseiðin gert það líka.  Hér hafa menn lengi barið sér á brjóst og borið við frelsi fréttamanna.

Eru íslenskir fréttamenn staðfastari en þeir bresku?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurgeir Orri Sigurgeirsson

Ég varð nokkuð undrandi um daginn er ég var að horfa á BBC og einhver sérfræðingur í málefnum Kúbu talaði þar eins og Kúba væri land hamingjunnar, þar liði öllum vel og efnahagsástand gott. Gat verið að hann væri að tala um annað land með sama nafni og eyjan í Karabíahafi? Mér fannst það heldur ólíklegt, ég hlyti að vita af því ef til væri önnur Kúba. Ætli þessi „sérfræðingur“ sé ekki ágætis dæmi um hlutdrægni á þeirri ríkisstöð? Ef hann héldi slíkan fyrirlestur í Miami fyrir brottflutta og brottflúna Kúbani (þoli ekki orðið Kúbverja) færi hann heim til Englands í kistu.

Sigurgeir Orri Sigurgeirsson, 18.6.2007 kl. 07:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ragnhildur Kolka
Ragnhildur Kolka
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband