Leita í fréttum mbl.is

Vinarþel eða hnífasett í bakið'

Vinur er sá sem til vamms segir, eða hvað?

VinarþelÞað er mikið af kossum og klappi á bakið innan EU-klúbbsins. Allir brosandi á glansmyndunum eins og kærleikurinn einn ráði þar ríkjum. Klappkórinn gefur í það minnsta ekki annað í skyn.  Honum  er líka eins gott að vera ekki að ybba gogg, því eigendur klúbbsins eru óragir við að senda þá á höggstokkinn ef skortur er á tilhlýðilegum samstarfsvilja. Kórinn veit nú orðið hvað honum er fyrir bestu. Þarf ekki lengur að hafa um það orð eins og Papandreou og Berlusconi fengu að kynnast þegar þeir leyðu sér að senda Brussunum langt nef. En þeir eru ekki þeir einu sem hafa fengið að fjúka. Hver ríkisstjórnin innan ESB á fætur annarri hefur fallið fyrir tilstilli Brusselklíkunnar þótt hér heima mætti ætla af fréttaflutningnum að alger hamingja ríki þarna milli vina. Aftökurnar eiga sér stað í hvert sinn sem aðildarríki ýjar að því að leyfa kjósendum að ákveða örlög sín sjálfir. Það er því ekki skrítið að farið sé að þynnast stoffið i þessum sjúklega blekkingarleik ESB-aðildarsinna sem rekinn er ofan í landsmenn af fréttastofunum.

Það var því óneytanlega tilbreyting að lesa grein eftir sagnfræðinginn, Niall Ferguson í WSJ "2021: Nýja Evrópa". Þar horfir hann um öxl úr framtíðinni eins og hann les hana af þeim atburðum sem eru nú að gerast í Evrópu og hafa verið að gerast þar. Á listanum yfir lönd þar sem ríkisstjórnir hafa fallið síðan vandræði evrunnar byrjuðu á síðasta ári eru auk Grikklands og Ítalíu, Holland, Slóvakía, Belgía, Írland, Finnland, Portugal og Slóvenía. Á morgun fellur ríkisstjórn Spánar og næsta vor Frakklands. Allt vegna skitinnar myntar sem smyglað var inná á þessar þjóðir með gylliboðum um eilífa sælu og gósentíð.

En á meðan öll Suður-Evrópa er ein rjúkandi rúst sér Ferguson fyrir sér að evran lifi sem mynd þýska ríkjasambandsins eins og sést á næstu mynd.

EU 2021 

Hér trónir Þýskaland á toppnum með Frakkland, Austurríki, Belgíu og Balkanlöndin í kviðpokanum. Tékkland og Slóvakía verða þá líka "piece of cake". Suðurkanturinn verður uppspretta vinnuafls fyrir herraríkin og sundlaugarbarmur á sumrin. Norðurlöndin draga síg út úr félagsskapnum og mynda sína eigin blokk því þeim hugnast ekki að standa undir kostnaði við Miðjarðarhafslöndin og Stóra-Bretaland verður aftur trúverðugur kostur, þegar Skotar og Írar haltra aftur heim.

Habsborgarveldið verur þá aftur orðið að veruleika, en án nokkurs slagkrafts.

Myndir: www.wsj.com


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Baldursson

Spurningin er ekki hvort þessi Miðjarðahafslönd falli, eða ekki...það sem nú er borið á sviðið eru eintómir biðleikir.

Hvað er hinu megin við biðleikina ?

Hvað gerist ef Þýskaland dregur sig út úr Evrunni ?

Hvað verður um bankana sem leyfðu lánsfénu að fara niður að strönd Miðjarðahafsins ?

Hvaða bankar eiga lausafé ?

Etv. er svarið við þessu þegar komið.

Hvert eru stórfyrirtækin að færa sig ?

Hvert er peningurinn að fara ?

Hvert eru störfin að fara ?

Svarið við síðustu þremur spurningunum er í engu tilfelli ESB !

Haraldur Baldursson, 22.11.2011 kl. 01:37

2 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Mér sýnist ég sjá þarna "Slow boat from China", drekkhlaðinn peningapokum. Er hann á leiðinni til Íslands til að kaupa þar "auðæfi" af krötum, eða á leið vestur um haf að bjarga sínum eigin fyrirtækjum þar frá hruni?

Mér þykir ólíklegt að Danmörk verði með í Norrænu sambandi, og ef núverandi óstjórn á Íslandi heldur áfram að dreyma útrás til ESB, sýnist mér að götusópararnir í Stórþýskalandi verði Íslendingar.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 22.11.2011 kl. 14:56

3 Smámynd: Haraldur Baldursson

(VÖV)

Frásagnir frá Kaupmannahöfn gefa til kynna að sí stækkandi hópur íslendinga sé að þekja afgriðslu- og þjónustustörf...hver veit hver metnaður Össurar er...sópa götur Þýskalands...jú ætli það uppfylli ekki hans óskir...svo fremi sem leðurbólstraði stóllinn í Brussel sé tryggður...eða er stóllinn í Róm við hlið hans gamla félaga Árna Matt ?

Haraldur Baldursson, 22.11.2011 kl. 16:02

4 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Ferguson er svo heppin að skrifa grein um fortíð í framtíð og leyfist því að láta hugann reika. Hjá honum ríkir friður og ró í fangi herraþjóðar. Ég er hrædd um að raunveruleikinn sé nokkuð æðislegri og ófyrirsjáanlegri. 

Ég gleymdi reyndar að setja krækju á greinina en þar er hreyft við spurningunni um hver verði þjónn og hver verði herrann í samskiptum við Miðjarðarhafsmúslima.  Og hvaða gjald menn eru tilbúnir að reiða fram fyrir frið. 

Ég get vel tekið undir með ykkur að í samkeppninni um störfin munu Íslendingar keppa við Grikki og Ítala, nema við verðum öll, ESB, Össur og íslenska þjóðin, komin í þjónustu þessara ljóðelskandi Kínverja.

Og þakka ykkur svo fyrir að kíkja við. 

Ragnhildur Kolka, 22.11.2011 kl. 20:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ragnhildur Kolka
Ragnhildur Kolka
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband