Leita í fréttum mbl.is

Til lesenda The Daily Telegraph

Sendi lesendum The Daily Telegraph þessar hógværu línur núna áðan í tilefni fréttar um þjóðaratkvæðagreiðsluna:

9th of April will be remembered in Iceland as a day when democracy stood up for itself. I´m sure the British, the Irish, Dutch and all those ESB nations that have been robbed of the right to determin their faith through referendum, are now green with envy.

But, take heart, you too can rise up against the infamy and take back what has been stolen from you.

Þeir sem stóðu að Nei-hreifingunni og Advice gegn Icesave, og báru hitann og þungann af þessum sigri, geta nú fært út kvíarnar og borið andblæ lýðræðishugsjónarinnar til þjakaðra þegna ESB landa.

Til hamingju Ísland!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Baldursson

Góð sending...

Lýðræðið  virkar þá aðeins þegar það er iðkað. Vestræn lönd ansi mörg á hálum ís. Jafnvel lönd sem hæst láta um frelsi, eins og t.d. USA minnka vægi þess með því að setja launafólki hindranir með því að halda kosningar á virkum degi.
Ísland má íhuga sinn gang líka...fulltrúalýðræði okkar gefur okkur til að mynda ekki það frelsi að velja þá mola úr væntri vinnu Stjórnlagaráðsins, sem við viljum. Hjá okkur er vægi "fulltrúa okkar" það mikið að þeir fá að ákveða sína mola. Þeir þurfa að vísu að láta líða einar kosningar á milli (reyndar tvær því eiginlega kosningar eru jú prófkjörin).
Ég vill njóta þess frelsis að segja já við sumu og nei við öðru...
Ég vill upplifa frelsi og ábyrgð þess að velja leikreglur samfélagsins, jafnvel þó það kosti yfirlegu og vangaveltur.

Haraldur Baldursson, 16.4.2011 kl. 13:04

2 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Þakka þér fyrir innlitið, Haraldur. Það er gott fyrir okkur að horfast í augu við að lýðræðið er ekki fullkomið, en eins og þú segir þá þarf að iðka það til að halda í því lífi. Við höfum nú séð að Íslendingar eru fullfærir um að meta álitamál ef þeir fá allar upplýsingar upp á borðið.

Og stjórnlaga"ráðið" þarf að horfast í augu við að stjórnarskrá er ekkert "smörgaasbord", sem hægt er að velja úr að vild. Stjórnarskrá er fyrir alla og því getur hún aðeins haft það innanborðs sem allir geta verið sammála um.

Ragnhildur Kolka, 16.4.2011 kl. 18:57

3 Smámynd: Haraldur Baldursson

Þó ég gjörþekki ekki lýðræðislegt fyrirkomulag í Sviss, þá sýnist mér sú mynd sem máluð er upp af því vera til mikils sóma. Þar á ég sérstaklega við reglulegar kosningar um ýmis málefni.
Þessi viðleitni stjórnmálamanna til að telja mál of flókin fyrir almenning er einfaldlega röng. Hún minnir um of á foreldra sem aldrei leyfa börnum sínum að taka flugið, vilja vernda þau of mikið of lengi...
Það má vera að margir landsmenn muni ekki leggja það á sig að kynna sér einstök mál...en ég trúi því að lýðræðið fengi mikinn stuðning ef við fengjum mun fleiri mál til staðfestingar með kosningum.

Haraldur Baldursson, 17.4.2011 kl. 12:32

4 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Ekki veit ég hver kosningaþátttaka Svisslendinga er, en þeir kjósa af minnsta tilefni samkvæmt því sem Frosti Sigurjónsson benti á þegar hann bauð sig fram til stjórnlagaþings.

Ekkert hef ég á móti því að segja álit mitt á einstökum málum og kannski bera þessar tvær atkvæðagreiðslur um Icesave vitni um að þjóðin standi undir þeirri ábyrgð. Á móti kemur að lítill áhugi var á stjórlagaþingskosningunum. Því náðu aðeins þeir innvígðu í fræði talnaspekingsins inn á þingið.

 Í Kaliforníu er kosið um allt milli himins og jarðar og þar virðast kjóendur ekki skilja að kosnaði sem vísað er á fylkisstjórnina er í raun vísað á vasa þeirra sjálfra. Því er Ca nú gott sem gjaldþrota, fyrirtækin flýja í vænlegra skattaumhverfi og Ca er haldið á floti með alríkissköttum.

Ekki vænlegur kostur það.

Ragnhildur Kolka, 17.4.2011 kl. 18:36

5 Smámynd: Haraldur Baldursson

Ég spyr mig samt...hvað gerist ef Kalifornía fer á hausinn ?
Rís ekki ný stjórn við...hvert lendir reikningurinn...svona út frá lögfræði þrotabúa ?

Það verða hvergi stigin skref fram á við,nema með afskriftum...líka á Íslandi. Hér þarf meiri afskriftir og það þarf, nánast, um gervalla Evrópu.
USA kemst ekki áfram án afskrifta heldur.
Þetta yrði heldur ekki söguleg nýlunda, til forna var tiltrúin á fjármagnsöflin ekki jafn sterk og í dag
Það vill gleymast að bönkum var ætlað hlutverk þjónustufyrirtækja ekki drottnara...

Myndin er orðin svolítið skökk í þessum heimi okkar.

Haraldur Baldursson, 17.4.2011 kl. 23:17

6 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Gjaldþrot ríkis er sársaukafullt fyrir þegnana. Erlent fjármagn hættir að streyma (við erum þar), afskriftir ( við erum þar en betur má ef duga skal), atvinnuleysi (við erum þar líka) og verðbólga.

Þegar hjólin fara svo lokisns að snúast aftur þá gerist það hægt. Í millitíðinni hafa margir misst móðinn.

Nei Haraldur, bankarnir eiga ekki að stjórna okkur, en græðgi er einn af löstum mannsins og við henni þarf að setja skorður.

Ragnhildur Kolka, 18.4.2011 kl. 19:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ragnhildur Kolka
Ragnhildur Kolka
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband