Leita í fréttum mbl.is

Í Undralandi

Viðtal DV við læknanema opinberar þá firringu sem grafið hefur um sig í þjóðfélaginu. Vel alinn forréttindagaur sem aldrei hefur skort neitt samsamar sig við lágstétt. Hann er einn af níumenningunum sem gerðu árás á Alþingi og telur sér nú trú um að samfélagið láti hann og félaga gjalda fyrir gerðir sínar meðan menn eins og Geir Haarde séu látnir sleppa. Ofbeldi og ásetningur níumenninganna skilur þarna á milli, en Egill Helga telur viðeigandi að ala á þessari villu og vitnar til Evu Joli.    

Fyrir hvern er réttarríkið? spyr DV.

„Valdastéttina, til að viðhalda valdastöðu. Kúgun er viðhaldið með því að hegna lægri stéttum. Einkum þegar þær neita að hlýða settum fyrirmælum.“ svarar hinn knái Andri Leó Lemarquis, sem þráir að endurlifa ævintýraheim föður síns sem tók þátt í stúdentaóeirðunum í París.

Hver skyldi vera skilgreining Andra á "kúgun" og hver hefur beitt hann kúgun? Var það samfélagið sem gerði honum kleift að stunda háskólanám? eða var það löggæsluliðið sem hindraði hann í að beita þingheim kúgun?

DV hafði ekki áhuga að spyrja Andra þessarar spurningar.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Baldursson

Fyrir utan vanvirðinguna, þá hef ég það eftir lögrelgumanni að þessi hópur viðhafði minna en vandaða framkomu t.d. með bitum o.fl.

Lögregla og þingverðir eru líka fólk og voru við vinnu sína að gæta öryggis þingmanna. Sjálfsagt höfðu margir þeirra líka mismikið álit á þeim sem þeir voru að verja.

Ég vona að mótmælin í kvöld verði fjölmenn og hávær, en að sama skapi snyrtileg og án ofbeldis.

Haraldur Baldursson, 4.10.2010 kl. 13:07

2 Smámynd: Ragnhildur Kolka

DV hélt áfram með þetta leiðarstef í gær og var þá með viðtal við nýja formann VGR, Sólveigu * Jónsdóttur.

Það er greinilega ásetningur DV ofl. að jafna óspektirnar og ofbeldið í "búsáhaldabyltingunni" við vanræksluákæru Geirs Haarde, þótt aðeins annað varði við lög.

Það má vissulega viðurkenna að ríkisstjórn Sjálfstæðis og Samfylkingar lét ýmislegt undir höfuð leggjast í aðdraganda hrunsins, en það mun reynast saksóknara erfitt að sanna að það sem gert var hefði átt að gerast e-n öðruvísi.

Ragnhildur Kolka, 4.10.2010 kl. 13:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ragnhildur Kolka
Ragnhildur Kolka
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband