Leita í fréttum mbl.is

Óþægilegur sannleikur

Hetjan úr Háskólabíó.Hetjan úr Háskólabíó

Ekki frá því að Jimmy Carter bauð sig fram til forseta í BNA hefur dapurlegra eintak verið boðið kjósendum til kaups. Enginn var spenntur fyrir Al Gore í forsetakosningunum í Bandaríkjunum árið 2000. Jafnvel ekki hörðustu stuðningsmenn demókrata gátu með sanni sagt að Gore væri óskastjarnan. Þeir höfðu bara ekki upp á neitt betra að bjóða, því á þeim tíma var rétt staðsettur rennilás sá kostur sem allir demókratar gátu sameinast um.

Hamingjusamlega kvæntur, vænn og grænn var hann sá plástur sem Clinton, Lewinsky sárið kallaði á.

En nú er síðasta vígið fallið. Rennilásinn, konan og græna byltingin farin veg allrar veraldar. Fyrst voru það vísindamennirnir sem fitluðu við upplýsingarnar til að ná til sín hærri styrkjum. Síðan Tipper, en ekki hefur verið upplýst hvað hún hefur verið að fitla við og að endingu Gore að að flækja sig í rennilásnum; ákærður fyrir kynferðislega áreitni við nuddara á hóteli í Oregon. Konan kærði en löggan stakk skýrslunni undir stól. Hafði víst eitthvað að gera með orð Gore gegn orði nuddarans. Hver gat líka trúað því að þetta græna goð ætti í vandræðum með kynhvötina. Eða ef út í það er farið að Nobelsveðlaunahafinn hafi yfirleitt haft einhverja kynhvöt.

Ímynd Gore eins og ímynd vísindamannanna hefur orðið mengun að bráð. 

 

Mynd: www.townhall.com

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ragnhildur Kolka
Ragnhildur Kolka
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband