Leita í fréttum mbl.is

De urinoirs de Sodoma bar

“politics makes strange bedfellows” var haft eftir bandarískum ritstjóra fyrir margt löngu. Íslendingar, með allar sínar samsteypustjórnir kannast við það. En háðfuglinn Groucho Marx fullkomnaði setninguna þegar hann benti á að "politics don´t make strange bedfellows, marriage does". Þetta kallast að kryfja málið til mergjar.

Í síðustu viku rakst ég á sérkennilega sængurfélaga í anddyri hins fræga Concertgebouw tónlistarhúss í Amsterdam. Í Cultureel Supplement NRC Handelsblad komst ég í kynni við næturlíf Reykjavíkurborgar á nokkuð nýstárlegan og nærgöngulan hátt. Horfðist ég þar í augu við helstu gerendur bankahrunsins á Íslandi óvægið og kalt á kamrinum. Sjálfskipaðir sálfræðingar höfðu komið fyrir andlitsmyndum af Jóni Ásgeiri, Hannesi Smárasyni, Bjarna Ármannssyni og Finni Ingólfssyni  í hlandskálum veitingastaðarins Sódóma og var ungur maður að losa sig við drykkjarföng kvöldsins í enn eina skálina og byrgði þannig sýn á fimmta þrjótinn. Bráðsnjöll hugmynd sem sparað getur óhemju fé í heilbrigðiskerfinu ef nýtt sem terapía gegn áfallastreitu fórnarlamba bankakrísunnar.

BankerUrinals

Menningarlegt viðtal við 4 íslenska rithöfunda fylgdi myndinni. Með smá fyrirhöfn og frelsi hins vankunnandi tókst mér að púsla saman orðræðu hinna miklu manna. Gat ég ekki betur séð en Sjón og Hallgrímur Helga ættu enn eitthvað óuppgert við Davíð Oddsson og hefðu haft gott af því að heimsækja sálfræðisetur af þeirri gerð sem getið er um hér að ofan. Halldór Guðmundsson hélt sínum menningarlega kúl, en skáldið Guðbergur Bergsson var samur við sig og hélt sig við jörðina. Hann sagði blaðamanninum frá uppruna sínum í "einangruðu þorpi við Grindavík, þar sem aðeins hraunflákar, sandhólar og jökull (smá skáldaleyfi) fönguðu augað. Faðir hans sjómaður, móðir hans húsfreyja og fjölskylda sem lifði við þröngan kost. Hann segir hrunið ekki hafa haft áhrif á sig og það valdi heldur ekki Íslandi áhyggjum". Guðbergur er eins og landið, hann mælir í öldum.

Það kemur ekki á óvart að Guðbergur er klassa ofar en skáldbræður hans.

 

Ljósmynd: Olivier Morin, sem einnig átti myndina sem prýddi bókakálfNRC Handelsblad.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Baldursson

Þvalát er hreinsandi...ekki spurning...þetta virkar augljóslega líka fyrir sálina.

Haraldur Baldursson, 19.3.2010 kl. 19:28

2 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Ekki spurning, Haraldur. Einföld og ódýr lausn enda ástæðulaust að spandera heilbrigðisþjónustunni á hysteríu.

Ragnhildur Kolka, 19.3.2010 kl. 21:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ragnhildur Kolka
Ragnhildur Kolka
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband